Fréttir

 Fáum við allt sem við þörfnumst úr fæðunni? 

 

Lavenderolía er til margra hluta nytsamleg. Hér eru nokkrar aðferðir til þess að nýta hana fyrir bæði heimilið og þig.

Fyrir húsverkin
Fyrir hreinan og ilmandi þvott er tilvalið að setja eina teskeið af Lavenderolíu út í hálfan líter af ediki og hrista duglega. Gætið þess að merkja flöskuna og að þetta er aðeins ætlað til þvottar. Edikið er afar gott hreinsiefni, sótthreinsandi og frískandi að auki. Lavenderolían gefur þvottinum góðan ilm og veitir vörn gegn bakteríum og sveppamyndun. Til þess að þrífa gólfin og fá góða angan má bæta þessari blöndu í vatn og renna yfir gólfin. Það eru þrif sem eru bæði góð fyrir heimilið sem og umhverfið. Það gerist ekki betra.

Girnilegt og gott Paleo brauð sem allir verða að smakka sérstaklega Cross fit og Boot camp iðkendur.  Tilvalið er að nota jólakökuform. 

 

Kryddaðar stökkar hunangsmöndlur fara afskaplega vel í kroppinn á aðventunni. Þær eru í senn hollar og sérlega bragðgóðar. Þær geta í raun komið í stað smákaka, eða annars snakks, ef einhver vill breyta til betri vegar. 

Þessi hráa, bráðholla og næringarríka Snickerskaka fer eins og eldur í sinu kvenna (og karla) á milli. Til hvers að borða óhollt Snickers ef bráðholl og hrá Snickerskaka toppar það á alla vegu? 

Dásamlega góðar kökur með súkkulaði.

Burt með svefnleysi, sykur, bólgur og verki! 

Einstök virkni!
Kirsuber eru sú ofurfæða sem inniheldur hvað mest af efnum sem vinna gegn bólgumyndun í líkamanum. En kirsuber eru ákaflega árstíðabundin vara og reglubundin inntaka er forsenda góðrar virkni og árangurs. Því hefur Lifeplan nú komið með á markaðinn nýja og aldeilis frábæra vöru unna úr ferskum kirsuberjum sem inniheldur alla þá frábæru virkni andoxunarefna og fleiri virkra efna sem þessi einstaka ofurfæða hefur upp á að bjóða.

Kókosvatnið frá Chi er alveg einstakur drykkur sem hentar sérlega vel eftir áreynslu, hvort sem er eftir jóga, hlaup eða gott átak í ræktinni. Kókosvatnið vökvar líkamann hraðar en íslenska kranavatnið getur gert auk þess sem í kókosvatninu eru sölt og steinefni sem við töpum með svitanum. Það má segja að kókosvatnið sé eins og íþróttadrykkur, en án slæmu aukaefnanna.

Ennis- og kinnholubólgur eru gjarnan nefndar í sömu andrá þar sem algengt er að sýkingar á þessum svæðum nái sér á strik samtímis. Þetta er þó ekki aldgild regla og getur komið fyrir í sitthvoru lagi. 

Stundum förum við í hring og endum á upphafsreit. Þannig er það með spelt. Hjólið hefur ekkert breytst í tímans rás og bragðgott og næringarríkt speltið, ein frum korntegunda, sem ræktuð var fyrir allt að 5000 árum en féll næstum í algera gleymsku, finnur aukinn hljómgrunn hjá nútíma neytendum. Spelt hefur mildan hnetukeim í bragðinu. 

Góð fita, góðir gerlar og vönduð bætiefni virka vel gegn frjóofnæmi.
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti og vörustjóri hjá Heilsuhúsinu gefur ráð varðandi hvernig takast má á við frjóofnæmi. Inga segir skipta máli að gera líkamanum eins auðvelt fyrir og kostur er, svo hann geti átt við ofnæmið. “Þá er best að reyna haga mataræði sínu og lífsháttum þannig að sem allra minnst óþarfa álag/áreiti skapist á líkamann, “ segir Inga. 

Bílveiki er ein tegund svokallaðra ferðaveiki, sem fólk getur fundið fyrir þegar þðferðast hvort sem er með bíl, skipi, flugvél eða fundið fyrir í tívolítæki. Í vægum tilfellum birtist hún sem órói og höfuðverkur en í alvarlegri tilfellum sem ógleði, uppköst, með óeðlilegri svitamyndun, munnvatnsrennsli eða í formi svima, kvíða og fölva. 

Með klínískum rannsóknum hefur verið rennt stoðum undir að jurtin Rhodiola Rosea, sem gengur undir nöfnunum „- gullna rótin" eða „Original Artic Root“, virki ákaflega vel gegn stressi og doða á innan við tveim tímum eftir inntöku, jafnframt hefur hún afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Um þessar mundir er náttúrulyfið 

Original Artic Root einhver vinsælasta lækningajurtin í Svíþjóð, og sú umtalaðasta. Hlaut hún verðlaun sem „Heilsuvara ársins“ þar í landi árið 2003, 2004 og 2005. Margir hafa haft á orði að Original 

Artic Root sé eitt best geymda leyndarmál jurtheimsins. 

Í ljósi umfjöllunar um skaðsemi svitalyktareyða viljum við hjá Heilsuhúsinu benda á að hjá okkur er að finna fjölmargar tegundir af svitalyktareyðum sem eru álfríir og án parabena, lífrænir og náttúrulegir.