Higher Nature Visualeyes 30 hylki

Higher Nature

Vörunúmer : 10098817

Visual Eyes, inniheldur Lútín og Zeaxanthin, náttúruleg andoxunarefni og sérlega mikilvæg augum. Einnig A, C, og E-vítamín, sink og selen ásamt Lycopene (sem er rauða efnið í tómötum) og aðalbláberjaþykkni. Öll þessi virku efni eru talin bægja sindurefnum frá og bæta augnheilsu. Án glútens, hveitis, gers, soja og mjólkur. Hentar vegan og grænmetisætum.


3.080 kr
Fjöldi

Hin magnaða bætiefnablanda VisualEyes, inniheldur Lútín og Zeaxanthin en það eru náttúruleg gul andoxunarefni og sérlega mikilvæg augum. Augn makúlan (macula) er kennd við gula díllinn þar sem hann safnar í sig Lútíni og Zeaxanthin en talið er að þessi efni verndi augun gegn þeim skemmdum sem sindurefni (free radicals) valda. Standi hreinlega vörð um sjónina. Annað sem blandan inniheldur og gerir gott ennþá betra eru A, C, og E-vítamín, sink og selen ásamt Lycopene (sem er rauða efnið í tómötum) og aðalbláberjaþykkni. En öll þessi bætiefni eru talin bægja sindurefnum frá augum. Eitt af meinlegustu heilsufarsvandamálum samtímans er hrörnun augnbotna en það er ein helsta orsök lögblindu á Íslandi og víðast hvar í hinum vestræna heimi. Augnbotnahrörnun hrjáir að mestu eldra fólk og með stórauknum fjölda eldri borgarar fer vandamálið vaxandi. Algengasta form sjúkdómsins er að efni sem nefnist lipofuscin safnast á fóðrun augnbotnsins. Annað öllu sjaldgæfara form sjúkdómsins tengist óeðlilegri æðamyndun. Það er auðlæknanlegt sé tekið á því nógu snemma. Sé hins vegar ekkert gert, getur það leitt til blindu. Reykingar, háþrýstingur og æðakölkun tengjast hrörnun sjónubotna. Talið hefur verið í seinni tíð að mikil tölvunotkun hafi einnig skaðleg áhrif á augnbotnana. Í tveimur rannsóknum sem birst hafa í American Journal for Clinical Nutrition hefur komið fram að Lútín og Zeaxanthin eru talin minnka hættuna á gláku. Frægt er úr seinni heimstyrjöldinni þegar flugmenn breska hersins notuðu bláber til þess að skerpa nætursjón sína. Á sjötta áratugnum staðfestu rannsóknir áhrif neyslu bláberja á þá eiginleika augnanna að skilja á milli ljóss og myrkurs og til þess að viðhalda skerpu sjónarinnar. Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að sink ásamt andoxunarefnum eins og C-vítamín, E-vítamín og selen geta komið í veg fyrir eða dregið verulega úr hrörnun sjónubotna. Þetta var t.d. staðfest í fjölmennri tvíblindri rannsókn þar sem hluti þátttakenda fékk sink og andoxunarefni en annar hluti þátttakenda fékk lyfleysu. Nýleg rannsókn við Ruhr-háskólann í Bochum í Þýskalandi gaf hliðstæða niðurstöðu. Nokkuð er um að augnlæknar ráðleggi eldra fólki að nota þessi bætiefni til að fyrirbyggja hrörnun sjónubotna og sjón sinni almennt til varnar.

Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.

Aðrir hafa einnig keypt

Vinsælar vörur

Nýjar vörur

2 fyrir 1

Dr. Organic Exfoliating Scrub 150 ml.

Vrn: 10146775
2.389 kr