Betra en vatn!

17 Oct 2014

Kókosvatnið frá Chi er alveg einstakur drykkur sem hentar sérlega vel eftir áreynslu, hvort sem er eftir jóga, hlaup eða gott átak í ræktinni. Kókosvatnið vökvar líkamann hraðar en íslenska kranavatnið getur gert auk þess sem í kókosvatninu eru sölt og steinefni sem við töpum með svitanum. Það má segja að kókosvatnið sé eins og íþróttadrykkur, en án slæmu aukaefnanna.

Í Chi kókosvatninu eru engin rotvarnarefni, tilbúin bragðefni né erfðabreytt hráefni. Það er enginn viðbættur hvítur eða ávaxtasykur og engin önnur óviðkomandi efni. Í stuttu máli þá er kókosvatnið 100% náttúrulegt; engu bætt við og ekkert tekið út. Innihaldið kemur beint frá kókoshnetunni í fernuna. Frábær drykkur sem hentar sérlega vel eftir líkamsræktina.

Chi eru meðal stærstu framleiðenda á kókosvöru markaðnum í dag. 

Helstu kostir Chi kókosvatns eru:     

  • 100% hreint og náttúrulegt kókosvatn frá Tælandi
  • Ekki gert út þykkni 
  • 12 mánaða hillulíf
  • Endurlokanlegar umbúðir 
  • Lágt í kolvetnum 
  • Fitufrítt og einungis 63 kaloríur per 330 ml 
  • Enginn viðbættur sykur
  • Ræktunin er alltaf frá sömu plantekrunni sem tryggir stöðugleika í bragði og gæðum 

Hlutfall af sölu Chi fer til munaðar-leysingja í Tælandi