Súkkulaði-nibbukaka

17 Oct 2014
Dásamlega góðar kökur með súkkulaði.

Paleo/hráfæðis 

Innihald:
450 g    Heilsu kasjúhnetur
125 g    Heilsu valhnetur

  • 375 g    Heilsu kókosmjöl
  • 75 g    Heilsu kakónibbur
  • 250 g    Heilsu döðlur
  • 100 g    Raw CC kakó (1 bolli)
  • 120 ml    hlynsyróp
  • 2 msk    vanilludropar
  • 60 ml    Biona kókosolía
  • 60ml    vatn
  • 1/3 tsk    Maldon sjávarsalt

Aðferð:

  1. Bræðið kókosolíu varlega í vatnsbaði þar til hún verður fljótandi
  2. Setjið hnetur í matvinnsluvél og hakkið þær í fínt duft. Bætið svo öllu, nema vatni, kókosolíu og hlynsyrópi, útí.
  3. Blandið vel kókosmjölinu saman við þar til það er orðið að massa, bætið svo hlynsýrópi, vatni og kókosolíu útí, setjið deigið í kökuform – annaðhvort úr sílikoni eða smelluform – þjappið deiginu ofan í (gott að hafa smjör-pappír í botninum ef notað er smelluform)

Geymið í kæli meðan kremið er unnið

Kremhjúpur

Innihald:
120 ml    hlynsýróp
60 gbrædd Biona kókosolía
50 g    Raw CC kakó (1/2 ) bolli ögn Maldon sjávarsalt
1/4 bolli Heilsu kakónibbur til skrauts ofan á kökuna

Aðferð:
Setjið sýróp og brædda kókosolíu í matvinnsluvélina 
Blandið vel saman og bætið svo kakóinu út í, ásamt salti, og hrærið í slétt krem. 
Hellið kreminu yfir kökuna, setjið nokkrar valhnetur í kremið (má sleppa) og stráið kakónibbunum yfir
Geymið í kæli (ca 2 tíma) 
Svo er bara að skera niður í bita og njóta!

Verði ykkur að góðu, 

Uppskrift fengin hjá Kristínu Steinarsdóttur, Matreiðslumanni og næringafræðingi.