Þreyta - hvað er til ráða?

31 Oct 2014

Sæl Inga

Ég er búin að vera rosalega þreytt og orkulaus lengi og mér finnst það versna með hverjum mánuðinum. Ég sofna þreytt, vakna þreytt og er bara alltaf þreytt! Ég er dálítið slæm með að borða óreglulega en það sem ég borða er þó í skárri kantinum. Hefur þú einhver góð ráð sem þú getur gefið mér varðandi mataræði eða bætiefni sem ég gæti prófað?
Kv
Frú þreytt

Sæl frú Þreytt og takk fyrir spurninguna.


Þetta ástand sem þú lýsir er alls ekki óalgengt, en um að gera að skoða þetta og gera eitthvað í málunum. Ert þú búin að fara til læknis og láta taka góða blóðprufu? Einkennin sem þú lýsir geta hreinlega verið orsök þess að þig vanti járn eða ákveðin B vítamín og það er ágætt að byrja á að skoða það. Einnig ættir þú ættir að huga að D vítamín inntöku, þar sem mannslíkaminn nær ekki að vinna slíkt úr sólarljósinu nema stuttan tíma ársins. D vítamínskortur er algengur á Íslandi og getur í einhverjum tilfellum lýst sér sem þreyta og orkuleysi. Ég bendi til dæmis á D vítamín frá Gula miðanum og Solaray, sem hafa reynst mjög vel.


Ein af mínum uppáhalds bætiefnum er Burnirót. Hún hentar íslenskum konum sérstaklega vel og getur aukið orku, gleði og einbeitingu til muna. Þó bera að hafa í huga að auðvitað virkar hún ekki í öllum tilfellum frekar en nokkuð annað. Burnirót fæst í Heilsuhúsinu í hylkjum frá Swedish Herbal Insititute og í tinktúru frá Önnu Rósu. 


Hvað varðar mataræðið, þá verður þú að borða reglulega mín kæra! Ef þú til dæmis sleppir morgunmat, þá getur þú lent í miklum blóðsykursrússíbana sem getur leitt af sér mikla þreytu og slen. Það getur líka verið að einhver fæða sem þú borðar henti þér illa og þú sért með fæðuóþol. Það lýsir sér oft sem mikil þreyta og slen. Endilega skoðaðu hvort þetta geti verið málið.


Gangi þér vel og vonandi fer þér að líða miklu betur!


Inga næringarþerapisti.