Kvíði og stress

10 Dec 2014

Sæl Inga.

Eru einhver bætiefni sem þú getur ráðlagt kvíða og stresspúka eins og mér. Þetta er svo sem ekki ný saga en nú eru einkennin svo mikil og mig langar að komast hjá því að taka kvíðastillandi lyf. Finnst alveg nóg að vera á þunglyndislyfjum.

Með fyrirfram þökk,

Frú X 

Sæl frú X

Takk fyrir spurninguna.

Jú það er ýmislegt sem þú getur prófað.

Í þessum ráðleggingum reikna ég ekki með að þú sért að taka inn nein bætiefni, þannig að ég læt bara allt flakka sem mér dettur í hug. Þú velur svo bara úr það sem þér lýst á.

Fyrst og fremst ráðlegg ég þér Omega 3 sem er nausynleg góðu geðheilbrigði. Ég mæli mjög oft með Salmon Oil frá Solaray, þar sem ég hef mjög góða reynslu af henni í svona tilvikum.

Góð B vítamín blanda, með C vítamíni og jafnvel magnesíum er líka góður kostur. Solaray Mega-B-Stress eða B-Complex frá Terranova eru hvorutveggja skotheldar vörur og þess virði að prófa.

Svo er til blanda vítamína og virkra efna sem heitir Depridix og er sérhönnuð til að virka gegn þunglyndi, kvíða og stressi, þú gætir líka prófað það.

D vítamín er algjör nauðsyn, sérstaklega á þessum árstíma þegar birtan er af skornum skammti.

Magnesíum er mikilvægt heilbrigðu taugakerfi og fyrir góða geðheilsu. Endilega gefðu því séns, best að taka það inn á kvöldin, þá getur það jafnvel hjálpað þér að sofa betur, ef það er vandamál.

Arctic root er mörgum mikill lífs elexír og ég mæli með henni til að gefa þér blíða orku, jafnlyndi og minni áhyggjur. Þessi jurt tilheyrir flokki svokallaðra „adaptogen“ jurta sem eru þekktar fyrir góð áhrif á lundina.

Maca rótin er dúndurgóð og fellur líka í flokk jurta sem hafa góð áhrif á geðheilsuna. Hún er líka góð fyrir hormóna kvenna, þannig að hún mun vinna vel fyrir þig.

Það eru til róandi og góð te, til dæmis frá Yogi, sem mörgum finnast virka mjög vel.

Svo er eitt sem ekki má gleyma, þarmaflóran getur skipt miklu máli þegar kemur að geðheilsu. Endilega náðu þér í vinveitta meltingargerla, til dæmis Multidophilus 12 frá Solaray.

Endilega prófaðu eitthvað af þessu og vonandi virkar það fyrir þig.

Hér til hægri á síðunni getur þú séð hvernig þessar vörur líta út.

Gangi þér vel,

Kveðja,

Inga næringarþerapisti