Rauðrófucarpaccio

18 Nov 2016

Þetta rauðrófucarpaccio er algjört sælgæti! Skærbleikar sneiðar af rauðrófu líta ótrúlega vel út á móti grænum klettasalatsblöðunum og salatsósan fær allt saman til að glansa. Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta. 

Uppskrift fyrir fjóra:

2 stórar     rauðrófur

2 msk       hlynsíróp

2 msk       ólífuolía

1 msk        eplaedik

handfylli   af klettasalati

salt

Aðferð:

  • Bakið rauðrófur í heilu lagi með hýðinu á í 210°C (blástur 190°C) heitum ofni í um 45 mínútur. Takið þær út úr ofninum og leyfið þeim að kólna.
  • Skrælið rauðrófurnar með kartöfluskrælara til að fá þunnar carpaccio-sneiðar.
  • Leggið sneiðarnar á disk.
  • Blandið saman hlynsírópi, ólífuolíu og eplaediki í bolla og hellið yfir rauðrófurnar.
  • Gott er að leyfa rauðrófunum að liggja í kryddleginum og mýkjast í um 10 mínútur áður en þær eru bornar fram, svo að þær drekki í sig bragðið.
  • Stráið að lokum smá salti yfir og bætið við handfylli af klettasalati ásamt dálítið meiri ólífuolíu.

Gott ráð: Ef kalt er í veðri getið þið prófað að leggja carpaccio-sneiðarnar ofan á heitt, léttsteikt spínat í staðinn fyrir klettasalat svo að úr verði heitari máltíð.

 

Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.

Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.

Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.

Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.

 

2 fyrir 1

Biona Eplaedik 500 ml.

698 kr