Rauðrófu- og kirsuberjastykki

04 Apr 2017

Dásamlega einföld og góð uppskrift. 

    Botninn:

 •     1 stk    stór rauðrófa, elduð og skræld
 •     3 stk    bananar
 •     175 g   hafrar
 •     3 msk  Biona kókossykur (Coconut Blossom Nectar)
 •     1 msk  Biona gróft möndlusmjör
 •     50 g     hakkaðar heslihnetur

    Efra lagið

 •     70 g     niðursoðin kirsuber
 •     45 g     granóla með berjablöndu
 •     50 g     blanda af söxuðum möndlum og heslihnetum
 •     50 g     blönduð fræ
 •     1 msk  Biona kókossykur
 •     50 ml   möndlumjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður.

Botninn:
Setjið rauðrófur og banana í matvinnsluvél og blandið vel. Bætið restinni af hráefninu saman við og látið matvinnsluvélina púlsa hræruna saman í nokkur skipti - botninn á að vera grófur en vel þéttur. 
Setjið bökunarpappír í 20x10 cm form og þrýstið blöndunni jafnt í botninn. Bakið í 8 mínútur, setjið til hliðar og látið kólna.

Efra lagið:
Hrærið öllum innihaldsefnunum saman í stóra skál og og dreifið jafnt yfir botninn. Bakið í 12-15 mínútur.

Takið kökuna úr ofninum og látið kólna. Skerið í lítil stykki og njótið.