Döðlukaka með heimsins bestu karamellusósu

30 May 2017

Hér er uppskrift af æðislegri döðluköku með karamellusósu sem er í miklu uppáhaldi heima hjá Helgu Gabríelu kokkanema á Vox og mikilli áhugamanneskju á hollu matarræði. Látið þessa köku ekki fram hjá ykkur fara, hún er alveg ást við fyrsta smakk.

Döðlukakan:

  •     3 egg
  •     120 g hrásykur
  •     300 g döðlur (steinlausar)
  •     150 g smjör
  •     270 g fínt spelt hveiti (eða glútenlaust frá Doves Farm)
  •     1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  •     1 tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170 gráður.
  2. Hrærið egg og hrásykur saman í um 10 mínútur.
  3. Setjið döðlur í pott og vatn út í svo rétt fljóti yfir döðlurnar.
  4. Látið suðuna koma upp og bætið smjöri saman við. Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur.
  5. Bætið döðlum ásamt vökvanum saman við eggjablönduna.
  6. Bætið spelthveiti, lyftidufti og salti saman við og hrærið aðeins.
  7. Setjið bökunarpappír í form og hellið deigi í formið..
  8. Bakið í 40 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut.
  9. Best að bera kökuna fram volga með heitri karamellusósu og þeyttum rjóma eða ís.

Karamellusósa:

  •     125 g hrásykur eða kókospálmasykur
  •     150 g smjör
  •     1 tsk vanilludropar
  •     400 ml rjómi

Aðferð:

  1. Setjið hrásykur í pott og hitið þar til gullinnbrúnn.
  2. Bætið þá öðru hráefni út í og látið sjóða þar til hæfilega þykkt.
  3. Hellið yfir kökuna þegar hún er borin fram.
2 fyrir 1

Doves spelthveiti 1 kg.

849 kr