Sellerísúpa með ristuðum möndlum

07 Sep 2017

Bragðgóð, holl og seðjandi súpa.

Hráefni:
 • 1 stk laukur
 • 1 stk sellerístöngull
 • 1 stk gulrót 
 • 1 stk hvítlauksrif 
 • 1 stk sellerírót, lítil eða miðlungsstór
 • 1 bolli af ristuðum möndlum (má nota hnetur með) 
 • 2 stk kraftur, kjúklinga eða grænmetis 
 • 1-2 bollar möndlumjólk 
 • 500 ml vatn – eða um það bil. 
 • smá sítrónusafi
 • ólífuolía 
 • krydd og ristuð epli til skrauts, ef vill 
 
Aðferð:
Skrælið og skerið niður allt grænmetið. Hitið olíuna á pönnu og steikið grænmetið í stutta stund, eða þar til það fer að taka lit.
 
Lækkið hitann, setjið lok yfir og leyfið að malla þar til grænmetið mýkist. Hellið heitu vatni yfir upp að efri brún grænmetisins. Bætið möndlunum við ásamt kraftinum og látið malla í 15 mín, eða þar til grænmetið er vel mjúkt.
 
Setjið svo í matvinnsluvél og látið vinna þar til maukast. Bætið möndlumjólk saman við þar til þykktin er orðin að ykkar skapi. Smakkið til og kryddið með svörtum pipar og sítrónu-safa.
 
Skreytið og berið fram.