Hreinsandi morgungrautur

11 Oct 2017

Girnilegur morgungrautur með aprikósum, vanillu og hirsi.

 
4 skammtar. Tekur 15 mínútur
 
Innihald
 • 200 gr heilt hirsi
 • 20 þurrkaðar apríkósur, skornar í strimla
 • 800 ml möndlumjólk
 • 2 vanillustangir, skafið innan úr
 • Innihaldið úr 4 YOGI detox tepokum
 • Börkur af 1 appelsínu
Aðferð
 1. Setjið hirsi, apríkósustrimla, möndlumjólk og innan úr vanillustöngum í pott
 2. Látið suðuna koma upp og látið svo malla á lágum hita í 15 mínútur
 3. Bætið nú innihaldi tepokanna útí og látið malla í 1 mínútu til viðbótar
 4. Takið af hitanum og stráið appelsínuberki yfir
 5. Gott er að bera grautinn fram með möndluflögum og meiri möndlumjólk
2 fyrir 1

Yogi Detox 17 tepokar

617 kr
2 fyrir 1

Sonnentor Vanillustöng

2.109 kr