Acai smoothie skál

12 Oct 2017

Litrík og falleg skál, full af hollustu.

 
Innihald Smoothie:
 • 1 stór banani í sneiðum
 • 110 gr frosin hindber
 • 110 ml möndlumjólk
 • 1 msk biona möndlu smjör
 • 3 msk biona agave síróp
 • 4 msk acai duft
 • ½ tsk vanillu extrakt
 • Smá kanill

Ofaná:

 • Ávextir að eigin vali
 • 2 msk saxaðar, ristaðar möndlur
 • 1 tsk sólgæti hörfræ
 • 2 msk biona oaty granola
Aðferð
 1. Blandið smoothie í blandara þangað til hann er silkimjúkur
 2. Hellið í skál
 3. Toppið með ávöxtum, möndlum, hörfræjum og granola og njótið!