Möndluhafragrautur með berjum og banana

12 Oct 2017

Hollur og dásamlegur hafragrautur.

 
Innihald:
Í grautinn:
  • 50 gr hafrar
  • 225 ml möndlumjólk
  • 1 msk Biona lífrænt kókossíróp
Ofaná:
  • Frosin eða fersk hindber
  • Banani í sneiðum
  • 1 tsk kanilduft
  • 1 kúfuð msk biona möndlusmjör
  • Smá Biona lífrænt kókossíróp yfir allt
Aðferð:
  1. Setjið hafra, möndlumjólk og kókossíróp í pott og eldið við vægan hita þangað til grauturinn þykknar.
  2. Setjið grautinn í skál og toppið með berjum, banana, kanil, möndlusmjöri og kókossírópi.