Tiger Nut pönnsur með epla „Compote“

06 Nov 2017

Léttar og sjúklega góðar Tiger Nut pönnukökur með eplamauki, sem fara vel í munn og maga.

Innihald / pönnukökur (fyrir 2)

  • 1 bolli speltmjöl  (eða annað mjöl að eigin vali)
  • ½ bolli Tiger Nut Drink
  • 2 þroskaðir maukaðir bananar
  • 2 egg
  • 2 msk hunang
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanilluduft eða extrakt
  • ½ tsk kanill
  • Kókosolía til að steikja

Innihald / eplamauk

  • 2 epli
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 tsk kanill
  • 1 msk hlynsýróp (má vera meira, eða að smekk hvers og eins)

Aðferð - pönnukökur

  1. Maukið banana með gaffli í stórri skál, eða þar til þeir eru orðnir alveg að mjúkri blöndu. Bætið þá Tiger Nut mjólkinni samanvið.
  2. Bætið eggjum, vanillu og hunangi í blönduna og pískið samanvið.
  3. Setjið í aðra skál mjöl, lyftiduft og kanil og hrærið svo blönduðum þurrefnunum saman við hina blönduna.
  4. Hrærið öllu saman í deig.
  5. Hitið kókosolíu á pönnu, á miðlungs hita.
  6. Þegar pannan er orðin heit, bakið þá pönnukökurnar í rólegheitum, þar til þær eru orðnar gullinbrúnar.
  7. Berið fram með eplamauki, kókosmjöli og smá slettu af hunangi eða hlynsýrópi.

Aðferð - eplamauk

  1. Flysjið eplin og takið kjarnann úr. Skerið niður í teninga. 
  2. Setjið epli, kanil, hlynsýróp og sítrónusafa í pott með smá slettu af sjóðheitu vatni.
  3. Sjóðið saman við miðlungs hita með lokið á og hrærið reglulega í.
  4. Bætið við meira vatni ef maukið virðist ætla að verða of þurrt
2 fyrir 1

Doves spelthveiti 1 kg.

849 kr