Sparoom ilmkjarnaolíur og ilmolíulampar fyrir börnin

05 Dec 2017

Sífellt fleiri eru að uppgötva kosti þess að nota ilmolíulampa á heimilinu eða í vinnunni og skapa þannig raunverulega gott andrúmsloft. Nú fást í Heilsuhúsinu ilmolíur og lampar sem henta börnunum okkar. Að setja ilmolíulampann í gang á kvöldin þegar kemur að háttatíma getur breytt miklu, eða á morgnana til að koma litlum kroppum í gang. Kannaðu málið í næsta Heilsuhúsi eða í netverslun.

Sparoom framleiða 100% hreinar, hágæða ilmkjarnaolíur fyrir alla fjölskylduna og hafa hér sett saman sérstakar blöndur og stakar olíur sem henta vel fyrir börn og foreldra, í tveimur pökkum; Happy Baby og Healthy Baby. Ilmolíurnar eru með ólíka virkni í þessum tveimur pökkum, en allar olíurnar er líka hægt að fá stakar. Þessar olíur er góðar í ilmlampann eða sem nuddolíur þegar þeim er blandað við grunnolíu.
 
 
Happy Baby kassinn inniheldur olíur og olíublöndur sem eiga að virka róandi, slakandi og upplífgandi.  
  • Hush little baby blandan er frábær í ilmlampann á kvöldin til að skapa róandi andrúmsloft.
  • Pacifier er góð í ilmlampann hvenær sem er dagsins en henni er ætlað að bæði vinna gegn óróleika og hafa upplífgandi áhrif.
  • Lavender er þekkt fyrir slakandi áhrif sín og er því líka góð fyrir svefninn eða hvenær sem slökunar er þörf.
  • Sweet orange  er eins og sólargeisli í flösku. Hressandi sætur appelsínuilmur sem er sérstaklega kærkominn í skammdeginu.
  •  
Healthy baby inniheldur olíur og olíublöndur sem eiga að verja gegn pestum og létta á einkennum þegar veikindi herja á.
  • Lemon Lemon er frískandi og hreinsandi. Hún er góð í ilmlampann en líka hægt að nota í þrifin.
  • Tummy er gott að blanda í grunnolíu og bera á kviðinn þegar magakveisur gera vart við sig. Einnig er gott að anda henni að sér til að slá á ógleði, en hún inniheldur m.a. piparmyntu sem er þekkt fyrir þá eiginleika.  
  • Eucalyptus er góð til innöndunar til að létta á stíflum og hósta.
  • Germinator er sótthreinsandi blanda sem er hugsuð sem bæði forvörn og til að vinna á einkennum veikinda.