Limeþeytingur

02 Feb 2018

Þessi er bæði ferskur og nærandi.

 • 300 ml. möndlumjólk eða önnur plöntumjólk t.d. Ecomil, Koko eða Milkadamia
 • 1/2 stk lífrænt avókadó (60g)
 • 100 gr. lífræn pera
 • 1/4 tsk. vanilluduft frá Sonnentor
 • 1 lúka fersk mynta
 • 1/2 tsk. börkur af lífrænu lime
 • 2 msk. lime safi
 • 1/2-1 lúka spínat
 • nóg af klökum
Aðferð:
 1. Skelltu öllu hráefninu, fyrir utan klaka, saman í blandara og vinnið þar til orðið silkimjúkt.
 2. Bættu þá klakanum saman við og láttu blandarann blanda aðeins lengur
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.

Anna Guðný heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan, endilega kíkið á hana á heilsaogvellidan.com og á facebook: https://www.facebook.com/heilsavellidan/.