Matcha Kókos íste

28 May 2018

Silkimjúkur og hressandi drykkur með matcha grænu tei. Tilvalið að skipta einum kaffibolla út fyrir þennan. Þessi uppskrift dugar fyrir tvo.

 • 1/3 bolli jurtamjólk að eigin vali
 • 1/2 msk Bloom matcha duft
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • klípa af gæða sjávarsalti
 • 1 kúfuð msk döðlu- eða kókossíróp
 • smá múskat, nýmalað
 • 1 1/2 bolli mulinn klaki, hægt að nota „pulse“ á blandaranum
 • 1 bolli kókosmjólk úr dós, pískuð kekkjalaus eða sett í smá stund í blandara
Aðferð:
 1. Setjið allt nema klaka, múskat og kókosmjólk í blandara og vinnið þangað til silkimjúkt.
 2. Deilið blöndunni í tvö glös, setjið klakann ofan í og hellið loks kókosmjólkinni yfir.
 3. Rífið smá múskat yfir og stráið ögn af matcha tei efst til skrauts