Prótein súkkulaðibúðingur

09 Aug 2018

Kremaður súkkulaðibúðingur með Pulsin próteini. Hollur og góður búðingur með dásamlegu súkkulaðibragði!

Innihaldsefni:

  • 1 stórt Avocado
  • 2 skeiðar (30 gr.) hlynsíróp
  • 20 gr. prótein að eigin vali (Pulsin prótein t.d)
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 1 banani (ca. 120 gr.)
  • 1/4 bolli kakóduft
  • 1 teskeið kanill

Aðferð:

  1. Blandaðu innihaldsefnunum saman í t.d Nutribullet eða blandara.
  2. Bættu  vatni eða möndlumjólk við til að þynna búðinginn ef þér finnst hann of þykkur. Þykktin fer eftir því hve mikið próteinduft er notað.
  3. Settu búðinginn í skál og toppaðu með berjum, kakónibbum, mjólkurlausu jógúrti eða hörfræjum.
  4. Kældu búðinginn í ísskáp og njóttu!

Hægt er að geyma búðinginn í ísskáp með filmu yfir skálinni í allt að 24 tíma og tvær vikur í frysti.

 

Heimild: https://www.pulsin.co.uk/blog/category/peachypalate/  og frá vefsíðunni Peachy Palate http://peachypalate.com/ 


2 fyrir 1

Rapunzel kakóduft 250 gr.

1.488 kr
2 fyrir 1

Pulsin Pea Prótein 250 gr.

2.819 kr