Heslihnetu próteinstykki með súkkulaðihjúp

07 Sep 2018

Súkkulaði og heslihnetur er blanda sem klikkar ekki. Hér höfum við próteinríkt súkkulaðistykki sem gefur bæði orku og fyllingu sem endist. Góð blanda af kolvetnum, fitu OG próteini sem sér til þess að blóðsykurinn helst í jafnvægi og þú sleppur við sykursjokkið. Þessi uppskrift gerir um 10 meðalstór stykki. Snilld að eiga í frystinum.

Innihald:
  • 170 gr hreint heslihnetusmjör (má líka nota möndlusmjör)
  • 40 gr kakóduft
  • 280 ml heslihnetu- eða möndlumjólk
  • 70 gr ristaðar heslihnetur,  saxaðar
  • 130 gr Pulsin súkkulaði pea próteinduft
  • 60 ml hlynsíróp
  • 14 gr kókosolía
  • 250 gr dökkt súkkulaði,  gróflega saxað
Aðferð:
  1. Setjið heslihnetusmjör, kakóduft, hlynsíróp, próteinduft og plöntumjólk í matvinnsluvél og vinnið vel saman.
  2. Klæðið form með bökunarpappír. (ca. 20 x 20 cm, skiptir ekki öllu máli, þykkt og lögun stykkjanna verður bara aðeins öðruvísi sem er í góðu lagi). 
  3. Þrýstið deiginu ofan í formið og dreifið jafnt úr því.
  4. Stráið söxuðum heslihnetum ofan á og þrýstið þeim ofan í deigið.
  5. Frystið í 30 mínútur.
  6. Takið út og skerið í 10 bita. Setjið stykkin á disk klæddan bökunarpappír og stingið aftur inn í frysti í smá stund.
  7. Bræðið nú saman súkkulaði og kókosolíu á frekar lágum hita.
  8. Takið stykkin úr frysti og dýfið þeim í súkkulaðið til að hjúpa þau allan hringinn. Gott er að nota gaffal og skeið eða töng til að lyfta þeim upp, láta mesta súkkulaðið drjúpa af og setja þau svo aftur á bökunarpappír til að harðna.
  9. Stykkin geymast í tvær vikur í kæli eða mánuð í frysti.
  10. Ef þú geymir þau í frysti er gott að taka þau út 5-10 mínútum áður en þú ætlar að njóta
2 fyrir 1

Pulsin Pea Prótein 250 gr.

2.819 kr