Tannkremstöflur með eða án flúors - NÝTT!

10 Jan 2019

Denttabs tannkremstöflurnar eru góðar fyrir umhverfið þar sem þær innihalda ekkert vatn og þær skilja ekki eftir leyfar sem erfitt er að ná úr umbúðunum. Tannkremstúbur sem teljast kláraðar innihalda að meðaltali 11 grömm af afgöngum. Í Þýskalandi þýðir það t.d. að um 440 tonnum af tannkremi er hent á mánuði.

Hefðbundið tannkrem er að helmingi til úr vatni. Til að búa til krem sem geymist vel þarf að bæta við töluvert af aukaefnum. Denttabs er hugsað sem tannkrem sem virkar sem allra best fyrir tennurnar með sem fæstum innihaldsefnum. Denttabs töflurnar eru með þýska BDIH vottun náttúruvara. Kemur í stað tannkrems í túbu.

Notkun
Taktu eina töflu, bryddu hana milli framtannana, þar til hún verður að kremi. Burstaðu. Spíttu vökvanum út eftir burstun. Mælt er með mjúkum tannbursta. Sumum finnst skrítið hvað Denttabs tannkrem er þurrara en tannkrem sem við eigum mörg að venjast, þá getur verið ráð að bleyta tannburstann vel áður en burstað er.

Töflurnar eru hugsaðar fyrir alla aldurshópa, börn yngri en 6 ára þurfa ekki nema hálfa töflu.

Ef börnum eða fullorðnum finnst ferskt mintubragðið of sterkt, má láta töflurnar standa dálítinn tíma í opnu íláti en þá gufar mintan upp, eða leggja töfluna á blaut tannburstahárin þannig að hún leysist upp áður en burstað er.

Geyma ætti töflurnar í loftþéttu íláti ef fólk vill ekki að þær tapi bragði.

Innihaldsefni tannkremstaflnanna
Örkristallaður sellulósi, Natríumbíkarbónat, Kísill, Natríum Lauroyl glútamat, Magnesíumsteratat, Menthol, Xanthan Gum, Stevía, C vítamín (Sítrónusýra), Natríum Flúor, Eugenól, Náttúrulegur mintuilmur

Flúormagn flúor tannkremstaflanna er 1450 ppm (parts per million) eða um 0,15% af innihaldi taflnanna.

Lausar við bleikiefni, bindiefni og rotvarnarefni