Vegan pönnukökur með Bonsan Plain Choco Spread

29 Oct 2020

Þessar pönnukökur eru ekkert smá girnilegar. Svo eru þær líka fljótlegar og hollar!

Uppskrift:

 • 1 bolli hafrar
 • 1 bolli jurtamjólk að eigin vali
 • 1/3 bolli heilhveiti
 • 1 meðalstór stappaður banani
 • 2 teskeiðar chiafræ
   
 • Bonsan Plain Choco spread til að dreifa yfir
 • Ferskir ávextir til að toppa með, t.d jarðaber, bláber, banana...
 • Kókosolía fyrir eldun

Aðferð:

 • Settu öll innihaldsefnin (fyrir utan Plain Choco spread, ávexti og olíu) í blandara og blandaði því vel saman.
 • Láttu blönduna standa í ísskáp í 30 mínútur
 • Hitaðu kókosolíuna á non-stick pönnu á meðalhita.
 • Settu væna skeið af blöndunni á heita pönnuna svo að deigið myndi pönnukökalaga form.
 • Þegar deigið byrjar að búbbla og er orðið steikt á annarri hliðinni, snúðu þá pönnukökunni við og steiktu hana þar til hún er orðin steikt í gegn.
 • Bræddu Bonsan Choco spread í stuttan tíma í örbylgjuofninum og dreifðu því yfir pönnukökustaflann.

Verði þér að góðu!

HUppskrift fengin á vefsíðu Bonsan; www.bonsan.co.uk