Guli miðinn - bætiefni fyrir íslendinga

22 Oct 2021

Til þess að setja heilbrigðan lífsstíl í forgang þarf að veita nokkrum þáttum athygli. Jafnvægi í næringu, svefn, dagleg hreyfing, streitustjórnun og efling félagslegrar heilsu eru lykilatriði til að upplifa vellíðan í daglegu lífi.

Ef lífið er í miklu ójafnvægi þá er gott taka þessar breytingar í smáum skrefum og sýna sjálfum sér mildi og þolinmæði meðan á þeim stendur. Þegar haust og vetur nálgast förum við oft að huga meira að heilsunni til þess að forðast flensur og kvef sem tilheyra oft árstíðunum. Þá leitum við að einhverju til að efla ónæmiskerfi okkar. „Hlutir eins og ólífulauf, sólhattur eða annað slíkt eru dæmi um bætiefni sem við höfum heyrt að eigi að styrkja okkur og verja. Það getur verið hughreystandi fyrir okkur að taka slíkt inn, en ef umönnun á öðrum þáttum heilsunnar fylgir ekki, þá koma bætiefni ekki í staðinn fyrir næringarríka fæðu eða aðra heilsuhegðun,“ segir Rakel Sif Sigurðardóttir, heilsuráðgjafi og Pilateskennari. Rakel er með bakgrunn í næringarfræði, jákvæðri sálfræði og hreyfingu. Hún rekur Rakel Healthy Living í Lúxemborg þar sem hún starfar við heildræna heilsuráðgjöf og kennir Pilates. Hún heldur einnig úti Pilatesstúdíói á netinu undir rakelhealthyliving.com.

Mikilvægt að mæta þörfum Að sögn Rakelar getur mikill og viðvarandi svefnskortur aukið á seytingu streituhormóna út í líkama okkar. „Þetta getur veikt ónæmisviðbragðið og gert okkur berskjaldaðri fyrir ýmsum sýkingum. Lélegt fæði getur líka haft áhrif á andlega líðan og svefngæði. Andlegri streitu, einmanaleika og fleiru getur einnig fylgt ákveðin heilsubyrði. Þá er sólhattur einn og sér ólíklega að fara að bjarga lífi okkar.

Við göngum hins vegar öll í gegnum persónuleg eða árstíðabundin tímabil þar sem fæðan mætir ekki þörfum okkar. Lífsstíll okkar er æði misjafn og getur haft áhrif á að við fáum ekki allt sem við þurfum úr fæðunni. Þá er gott að geta leitað eftir bústi úr bætiefnum og nota þau til að bæta upp það sem fæðan og aðstæður geta stundum ekki uppfyllt.

Ef þú átt börn, þá skiptir máli að veita því athygli á hvaða aldri þau eru og hvernig lífsstíll þeirra er. Fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára sem er í miklum íþróttum skiptir máli að þau fái næga orku úr fæðunni; prótein og fitu til viðhalds og uppbyggingar ásamt kolvetnum og trefjum til orkunýtingar og til að stuðla að heilbrigðri meltingu. Það þarf einnig að fylgjast með því að þau fái næg steinefni eins og kalk, magnesíum og járn og mögulega þarf að bæta það upp með bætiefnum ef fæðan nær ekki að uppfylla þarfirnar,“ segir Rakel.

Sólskinsvítamínið
Með árunum verður umfjöllunin um mikilvægi D-vítamíns og áhrif þess á heilsu mannsins sífellt sýnilegri. „Menn tala um D-vítamín sem „sólskinsvítamínið“ þar sem húðin framleiðir D3-vítamín þegar sólin skín á húðina. Það eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á hversu mikið D3-vítamín líkaminn framleiðir við útgeislun sólar eins og til dæmis breiddargráða þess lands sem þú býrð í, árstíð, litarhaft húðar, aldur og fleira.

Á sumrin, við breiddargráðu í kringum 60°N, þar sem í kringum 25% húðar eru berskjölduð fyrir geislum sólar (andlit, handleggir og hendur), ættu 6-8 mínútur 2-3 sinnum í viku að veita 5-10 μg af D3 hjá fólki með ljósa húðgerð. Fólk með dekkri húð þarf 10-15 mínútur til að framleiða sama magn af D3-vítamíni í húð.

Þegar ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir fullorðna manneskju er minnst 15 μg og erfitt getur reynst að fá D-vítamín úr fæðunni, þá er ráðlagt að taka inn D-vítamín daglega til að uppfylla þarfir líkamans,“ segir hún og bendir á að heimasíða Embættis landlæknis, landlaeknir.is, gefi nokkuð góða mynd af daglegum ráðleggingum um næringarinntöku.

Gæða bætiefni frá Gula miðanum
„Góð næring og hreyfing eru forgangsatriði í mínu lífi. Ég tek Magnesium Citrate, Astaxanthin og Burnirót frá Gula miðanum til að efla orku, stuðla að endurheimt vöðva eftir æfingar og til að upplifa jafnvægi milli líkama og sálar. Ég passa einnig upp á D-vítamíninntöku, sérstaklega á haust- og vetrarmánuðum til að styrkja bein og efla ónæmisviðbragð líkamans.

Það sem er áhugavert við vörulínu Gula miðans er að hún er sérhönnuð fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum. Hún er framleidd án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis rotvarnarefna, uppfylliefna eða bragðefna. Vörur Gula miðans eru í brúnum glerglösum sem varðveita gæði og verja innihaldið fyrir sólarljósi. Umhverfið spilar stóran þátt í vali Gula miðans á umbúðum en þær eru úr gleri og endurvinnanlegar. Það sem skiptir mig líka miklu máli er að vörur Gula miðans eru GMP-vottaðar en GMP stendur fyrir góða framleiðsluhætti og er ákveðinn gæðastimpill fyrir vörumerki í matvælaiðnaði,“ segir Rakel að lokum.

Skoðaðu úrvalið af bætiefnum frá Gula miðanum hér