Nærandi og sprelllifandi andlitsmaski

03 Jan 2022

Ertu að leita að húðvörum sem eru nógu hreinar til að borða þær?

Æ fleiri spá í hvað fer á húðina því það skiptir máli. Húðin dregur í sig allt sem á hana er sett, skilar því inn í blóðrásina og líkaminn þarf svo að vinna úr því. Oft eru húðvörur stútfullar af kemískum efnum af ýmsum toga og rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif margra þeirra s.s. parabena og þalata.

Nú eru maskar gríðarlega vinsælir enda geta þeir gert mikið fyrir húðina. Það er ýmislegt sem má nota sem maska annað en þá sem þú kaupir í túpu frá snyrtivörumerkjum. Hunang og avocado eru góð dæmi um það.

Life drink frá Terranova er annar frábær kostur! Tilvalið að drekka hann á morgnana og nota sem maska á kvöldin. Ef þú ert að leita að maska með virkum efnum ertu á réttri leið því að Life drink er stútfullur af andoxunarefnum, ensímum, góðum gerlum og omega fitusýrum.

Uppskriftin er einföld:

  • 1 msk Life drink duft
  • ½ msk Terranova omega 3-6-7-9 olía (eða meira eftir þörfum)
  • Má líka nota vatn eða t.d. nornaheslisvatn (witch hazel) til að þynna út
  • Blandan á að vera þykk svo bættu vökvanum smátt og smátt saman við.

Berðu blönduna á andlit og háls og láttu liggja á í 10 mínútur. Skolaðu af og berðu á þitt uppáhalds rakakrem eða serum.