Hvenær er best að taka inn Asídófílus?

06 Mar 2015

Sæl Inga

Það er þrennt sem ég er að velta fyrir mér með tilliti til inntöku bætiefna.

Hvenær best er að taka probiotics (meltingargerla-asídófílus)? Ég hef verið að taka með mat í hádeginu og/eða á kvöldin en hef breytt því og er að taka núna eftir sítrónuvatn á morgnana, á undan morgunmatnum. Er eitthvað betra en annað?

Hvaða fjölvítamíni þú mælir sérstaklega með?

Ég er með barn á brjósti og hætti nýverið á pregnacare og fór í Spektro ásamt D-vítamíni, B-vítamíni og Udo's oil. Tek einnig spirulina.

Eru t.d. Terranova og Higher Nature vörurnar betri en Solaray? Hvaða bætiefni fyrir hárið mælir þú með?

Með fyrirfram þökk, H

Sæl vertu.

Takk fyrir póstinn.

Það er mjög misjafnt hvenær sérfræðingar ráðleggja fólki að taka inn meltingargerla. Framleiðendur gerlannan hafa líka oft ákveðnar skoðanir á því og setja þá gjarnan upplýsingar á sína vöru. Mín skoðun er að það er gott að taka inn góðgerla fyrir svefninn, lofa þeim að fara niður í meltinguna, lifna þar við og fjölga sér í rólegheitum án truflunar yfir nóttina.

Fjölvítamín eru til mörg góð og Spektro er sannarlega mjög gott. Fjölvítamínið frá Terranova er líka frábært.

Að mínu mati er Terranova er klárlega „Rollsinn“ í bætiefnunum, en Higher Nature og Solaray koma þar fast á hælana.

Það er mjög misjafnt hvaða bætiefni ég mæli með fyrir hár. Það fer eftir sögu einstaklingsins, hvenær vandamálið byrjaði og af hvaða toga það er. Það eru til margar blöndur fyrir hár og til dæmis má finna eina góða frá Gula miðanum.

Þú getur séð hér til hægri hvaða bætiefni um ræðir.

Kær kveðja og gangi þér vel,

Inga næringarþerapisti