Hormónajóga og breytingaskeiðið

24 Feb 2022

Hormónajóga er náttúruleg leið til að örva og endurvekja hormónabúskapinn og hentar því konum á breytingaskeiði einstaklega vel.

Um er að ræða ákveðna æfingaröð, eitt heildstætt dýnamískt æfingakerfi, þar sem unnið er með ýmsar greinar jóga s.s hathajóga og jóga nidra og lífsorkuæfingarnar Qigong spila stórt hlutverk. Æfingaröðin tekur um 35 mínútur og hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir er hormónajógakennari og kennir einnig Qigong.

Mynd af blómi: ryan baker on Unsplash