Testósterón er helsta karlkynhormónið og framleiða karlmenn um 10 sinnum meira af því en konur. Hormóna­hringur karlmanna er 24 klukkutímar þar sem testósterón­magn er mest á morgnana og minnkar svo þegar líða tekur á daginn. Frá 40 ára aldri minnkar testósterónið um 1,2% ári á meðan önnur kynhormón aukast eins og estrógen. Við það getur orðið hormóna­ójafnvægi og ýmsir kvillar gert vart við sig.