Leikandi létt breytingaskeið..

10 Feb 2020

Breytingaskeiðið, eða tíðahvörf, er tímabil sem flestar konur upplifa á aldursbilinu 45 - 55 ára, sumar mun fyrr.

En hvað er breytingaskeiðið? 
Jú, konur fæðast með ákveðið magn eggja sem geymast í eggjastokkunum. Þegar eggjavísum í eggjaleiðurunum hefur fækkað niður fyrir ákveðinn fjölda byrja tíðablæðingar að vera óreglulegar. Þar af leiðandi minnkar framleiðslan á ákveðnum hormónum í líkamanum og konur upplifa þessa breytingu á líkama sínum. Skeiðið getur staðið yfir í allt að tíu ár og yfirleitt er talað um að breytingaskeiðinu sé lokið þegar kona hefur ekki haft blæðingar í eitt ár. 

Smelltu til að skoða vörur í netverslun sem gætu hjálpað. 

Blæðingarnar sjálfar geta orðið mjög óreglulegar og jafnvel óvenju miklar í hvert skipti. Talið er að um 90 prósent kvenna finni fyrir einhverjum breytingum á blæðingum fjórum til átta árum áður en þær hætta að hafa egglos.

Breytingaskeiðið er þó ekki sjúkdómur heldur eðlilegur hluti af lífinu og með réttu hugarfari og sátt geta þessi ár verið ein þau bestu á lífsleið hverrar konu. Meðan á breytingaskeiðinu stendur má finna lausnir til að láta sér líða sem allra best. Hver og ein þarf að finna það sem hentar henni. Það er margt hægt að gera sem getur hjálpað við að slá á einkennin.

Sífellt fleiri konur hafa mikinn áhuga á að leita náttúrulegra leiða og koma því í Heilsuhúsið til að fá góð ráð. Það eru til fjölmargar jurtir og bætiefni sem geta gagnast konum á breytingaskeiði. Margar sérhannaðar vítamín- og jurtablöndur hafa reynst vel.

Femarelle 
Náttúruleg lausn við tíðahvörfum, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Einkenni eins og hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum. Femarelle nýtur gríðarlegra vinsælda hjá Heilsuhúsinu. 

Ef þú ert hætt að hafa blæðingar þá er Femarelle Recharge fyrir þig. Femarelle Recharge inniheldur hörfræ sem stuðla að betri líðan á meðan á tíðahvörfum stendur vegna áhrifa þeirra á estrógen í líkamanum.
 


Solaray FemiBalance jurtablanda
Þegar tekist er á við breytingaskeiðið þarf að huga að mörgum þáttum og FemiBalance inniheldur jurtir sem draga m.a úr nætursvita, svefnvandamálum, stoðkerfisverkjum, depurð, þreytu og þurrki. Dásamleg jurtablanda sem kemur á góðu hormónajafnvægi hjá konum á besta aldri. Femi-Balance frá Solaray er í dag eitt vinsælasta bætiefnið í þessum flokki á Norðurlöndunum. Hér er vandað til verka því í hverju hylki eru 465 mg af sérvöldum jurtum; rauðsmári, granateplakjarnar, yamrót og hindberja-blöð, grikkjasmárafræ, grávalhnetubörkur og fennikufræ. Allt eru þetta afar kvenlegar jurtir sem gera meira en að aðstoða við hliðarverkanir breytingaskeiðsins. Ýmsar jákvæðar „aukaverkanir“ kunna því að fylgja með, t.d.  betri líðan, meiri orka og aukið úthald.
 

Solaray Maca Extract
Maca extract, með mikla virkni. Maca rótin er þekktust fyrir hormónajafnandi eiginleika sína og hentar konum á breytingaskeiði sérlega vel. Hún er einnig orkugefandi og nærir taugakerfið og sálina. Íþróttafólk lofar einnig maca rótina og segja hana auka úthald.

Maca rótin er ættuð frá Perú og hefur verið notuð af þarlendum alþýðulæknum öldum saman. Nú hefur vitneskjan um lækningamátt maca borist um heim allan og menn keppast við að lofa jurtina. Maca rótin vex í mikilli hæð og er hvað þekktust fyrir að hafa orkugefandi og hormónajafnandi áhrif.


Damiana
Damiana frá Solary er ástarjurt sem hressir upp á kynhvötina! Damiana eykur blóðflæðið - sérstaklega til kynfæra og hefur einnig góð áhirf á hitakóf, skapsveiflur og á ýmiss einkenni tengd breytingaskeiðinu.

Jurtin Damiana hefur vanalega verið kölluð "kvenjurtin" en þessi einstaka jurt hefur vakið mikla athygli nýverið. Damiana jurtin hefur reynst hafa mjög góð áhrif á kynhvötina og einkum hjá karlmönnum, en þessi afródísiak jurt örvar blóðflæðið til kynfæranna. Hún hefur því getað hjálpað til og jafnvel getað komið í veg fyrir vandamál í samlífi para. Damiana eykur og viðheldur andlegu og líkamlegu úthaldi.

 

Skoðaðu vörur sem gætu hjálpað á breytingarskeiðinu hér