Spurt og svarað

Sæl Inga.

Eru einhver bætiefni sem þú getur ráðlagt kvíða og stresspúka eins og mér. Þetta er svo sem ekki ný saga en nú eru einkennin svo mikil og mig langar að komast hjá því að taka kvíðastillandi lyf. Finnst alveg nóg að vera á þunglyndislyfjum.

Með fyrirfram þökk,

Frú X 

Sæl Inga.

Ég er með pínu meltingarvandamál, er reyndar með ger ofnæmi, þannig að ég reyni að forðast brauð og kex. Málið er það ég er og mér finnst ég alltaf þanin, eins og ég sé komin einhverja mánuði á leið. Ansi hvimleitt. Ég tek það fram ég er í kjörþyngd, en er á óreglulegu fæði þannig séð, tek reyndar töluvert af prótín dufti og stöngum og amino sýrum og vítamínum.

Með fyrirfram þökk og með óskir um einhverja lausn, eða bara einhverja punkta.

Kv MG.

Góðan dag.

Ég er búinn að vera með hálsbólgu, nefrennsli og hellur fyrir eyrum nokkuð reglulega nú í haust. Hvað get ég gert til að losna við þetta.

Kær kveðja,

Þórhallur.

Sæl Inga

Þannig er að ég er rosalega gjörn á að fá bjúg. Ég er nokkuð dugleg að hreyfa mig, hleyp mikið, syndi og fer í ræktina, allt í bland. Ég borða mjög hollan mat, lítinn sykur og drekk uþb 2 lítra af vatni á dag. Ég tek inn fjölvítamín, D vítamín, zink og magnesíum. Hvað heldur þú að sé í gangi? Hefur þú einhver sniðug ráð?

Kær kveðja, Sigga

Sæl Inga.

Mig langar rosalega að fara að taka mig á í bætiefnainntökunni, en vil ekki taka hvað sem er, heldur eitthvað sem virkilega gæti hjálpað mér. Hvað myndir þú segja að væru helstu bætiefni sem fólk ætti að taka?

Kv Sigrún

Sæl vertu Inga.

Ég á 3ja mánaða gamlan son sem er illa haldin af ungbarnakveisu. Ég er búin að prófa margt, en ekkert virðist virka. Einhver sagði mér að það skipti miklu máli fyrir svona lagað hvað mjólkandi mæður borða. Ég er bún að taka út allt sterkt krydd, lauk, kaffi, gos og sykur. Ég fór í Lyfju og fékk eitthvað fyrir hann þar, en það virkaði ekki. Kannt þú einhver ráð?

Ein svefnlaus

Sæl Inga

Ég er búin að vera rosalega þreytt og orkulaus lengi og mér finnst það versna með hverjum mánuðinum. Ég sofna þreytt, vakna þreytt og er bara alltaf þreytt! Ég er dálítið slæm með að borða óreglulega en það sem ég borða er þó í skárri kantinum. Hefur þú einhver góð ráð sem þú getur gefið mér varðandi mataræði eða bætiefni sem ég gæti prófað?
Kv
Frú þreytt

Sæl,

Stundum hef ég heyrt að súkkulaði geti verið hollt. Er það rétt? Ég hef mikla sykurlöngun og á virkilega erfitt með að halda aftur henni.  Ég þarf kannski að skoða hvað ég geti tekið inn til að draga úr þessari löngun. 


Á Íslandi er sólin ansi hreint lágt á lofti stærstan hluta ársins og margir vilja meina að manns-líkaminn nái aðeins að vinna D-vítamín úr geislum hennar í 6-8 vikur á ári. Ef við gefum okkur að það sé rétt, auk þess sem reikna má með að stór hluti fólks noti sterka sólvörn, þá er svarið já, en kannski má minnka skammtana.

 

Fyrst ber að segja að sykur er ALDREI hollur, sama í hvaða formi hann er. Þó má segja að sumar teg-undir séu skárri en aðrar. Þar má nefna Rapadura hrásykurinn sem er sú sykurtegund sem er minnst unnin. Á meðan hvíti syk-ur-inn inniheldur enga næringu, þá inni-heldur Rapadura þó nokkuð magn vítamína, stein- og snefilefna og nýtist því líkamanum betur en sá hvíti.

Kveðja, 

Inga

 

Sæl, 

Eigið þið eitthvað náttúrulegt til hjálpar á breytingaskeiði? Hef prófað ýmislegt en er þó ekki viss um að það hafi hjálpað hingað til.  

Kveðja,

G

 Fáum við allt sem við þörfnumst úr fæðunni?