Hrá Snickerskaka

17 Oct 2014

Þessi hráa, bráðholla og næringarríka Snickerskaka fer eins og eldur í sinu kvenna (og karla) á milli. Til hvers að borða óhollt Snickers ef bráðholl og hrá Snickerskaka toppar það á alla vegu? 

Botninn:

  • 200 gr. döðlur lagðar í bleyti í 10 mín
  • 100 gr. möndlur
  • 100 gr. kókósmjöl
  • 1/2 tsk. vanilluduft eða dropar  

Möndlurnar maukaðar fyrst í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Þessu er þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír. 
Sett í frysti í ca 10 - 15 mín. 
Botninn tekinn út og lífrænu grófuhnetusmjöri smurt yfir, magn fer eftir smekk. 
Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

Súkkulaðibráðin: 


  • 1 dl. kókósolía (brædd í vatnsbaði) 

  • 1 dl. hreint hrákakó (lífrænt)
  • 
1/2 dl. agave sýróp
Þessu hellt yfir og kakan geymd í frystinum. 



Gott að skera niður í konfektbita og geyma hana þannig í frysti. Berið fram ískalda.