Samlokubrauð

20 Jan 2016

Uppskriftin er fengin frá Sigrúnu sem heldur úti vefsvæðinu cafesigrun.com.  Brauðið er eggjalaust, hnetulaust, mjólkurlaust vegan.  Sigrún gerir þetta brauð gjarnan til að eiga sem samlokubrauð. Það er mátulega létt til að það henti vel í samlokugrill eða brauðrist en er jafnframt mjög seðjandi.

Sigrún Þorsteinsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir hjá www.cafesigrun.com

  • 600 g    spelti, grófmalað
  • 2 msk    vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk    salt (Himalaya- eða sjávarsalt)
  • 500 ml    sojamjólk eða önnur mjólk
  • 2 msk    sítrónusafi
  • 40 g    sesamfræ
  • 25 g    sólblómafræ
  • 50-100 ml    vatn (gæti þurft meira eða minna)

Aðferð

  1. Sigtið saman spelti, vínsteinslyftiduft og salt í stóra skál. Hrærið vel.
     
  2. Blandið saman sojamjólk og sítrónu-safa. Látið standa á borðinu þar til mjólkin fer að skilja sig (í um 15 mín). Hellið svo út í stóru skálina og bætið fræjunum við.
     
  3. Athugið að hræra ekki of mikið í deiginu (veltið því til og frá um 8-10 sinnum, rétt þannig að það blandist saman). Bætið vatni út í deigið eftir þörfum.
     
  4. Klæðið brauðform að innan með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Gott er að nota skeið eða sleif til að passa að deigið fari út í öll horn.
     
  5. Bakið við 180°C í um 50 mín. Látið brauðið standa í um 30 mín á vírgrind áður en þið skerið það í sneiðar. 
     
  6. Skipta má fræjunum út fyrir t.d. haframjöl, birkifræ eða graskersfræ.
2 fyrir 1

Doves spelthveiti 1 kg.

849 kr