Sýrt grænmeti - sólskin í krukku

19 Jan 2017

Sýrt grænmeti og ávextir hafa fylgt mannkyninu svo lengi sem elstu heimildir geta.

Með því að sýra grænmeti er hægt að njóta þess utan árstíða en að auki er það þekkt fyrir að viðhalda heilbrigði þarmaflórunnar og er ríkt af C-vítamíni. 
Hægt er að sýra nánast hvaða grænmeti sem er og flesta ávexti. Það er um að gera að prófa sig áfram, bæta við lífrænu kryddi og þróa sína eigin uppáhalds uppskriftir.


Svona berðu þig að:

  • Sótthreinsar krukkur í sjóðandi vatni.
  • Vökvi í eina meðalstóra krukku: 1/2 bolli lífrænt hvítvínsedik frá Biona. 
  • 1 bolli vatn. 
  • 6 msk hrásykur eða kókossykur frá Sólgæti.
  • 1 msk salt.
  • Lífrænt krydd og/eða ferskar kryddjurtir eftir smekk. Við mælum með kryddblöndunni Herbes de Provence frá Sonnentor.
  • Veldu gott grænmeti. Hverskyns kál er gott að sýra. Eins er frábært að prófa sig áfram með blómkál, gulrætur, agúrkur, papriku, lauk, brokkolí, tómata, epli og hvaðeina sem þér dettur í hug.
  • Setjið vökvann, saltið og sykurinn í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið þá vökvanum yfir grænmetið og lífræna kryddið sem er í krukkunni. Látið kólna alveg við stofuhita. Geymist í ísskáp.
     
  • SÉRSTAKLEGA BRAGÐGOTT
  • MEINHOLLT OG GOTT FYRIR MELTINGUNA
  • FRÁBÆR GEYMSLUAÐFERÐ
  • VINNUR GEGN MATARSÓUN