Morgunverðarflatbaka

10 Feb 2017

Sólveig Sigurðardóttir lífstílsgúrú hefur haldið úti bloggi og facebooksíðu undir heitinu „Lífsstíll Sólveigar“. Hún notar vörurnar frá Sólgæti í sína matargerð. Vörur í matvörulínu Sólgætis eru vandlega valdar og merktar með upprunalandi svo neytendur vita hvaðan varan kemur. Hér er ein góð uppskrift frá Sólveigu sem allir í fjölskyldunni munu elska. 

Þessi girnilega flatbaka er tilvalin þegar gera á vel við sig í morgunmat um helgar. Hún er uppáhald allra í fjölskyldunni og uppskriftin er súper einföld og fljótleg.

  •     1/2 bolli    haframjöl
  •     1 banani    meðalstór
  •     2 tsk    kókos hveiti 
  •         (tilbúið eða kókosmjöl sett í blandara)
  •     1 tsk    Agave síróp eða hunang
  •     1 tsk    hnetusmjör

Aðferð

  1. Stappið bananann og hrærið svo öllu vel saman. Setjið blönduna á smjör-pappír á ofnplötu og mótið í hring. 
  2. Bakist við 200°C. Snúið botninum eftir 8 mínútur og bakið aftur í 5 mínútur. Takið út og kælið. 


Ofan á bökuna er sett grísk jógúrt (eða blanda af grískri jógúrt og AB-mjólk frá Örnu). Ávextir eftir smekk, t.d. kíví og bláber. Gott er að strá smá af Chia fræjum yfir.

Algjört sælgæti!