Hreinsandi salatsósa með döðlum og myntu

11 Oct 2017

Salatsósa sem er frábær út á salatið og tekur aðeins 5-10 mínútur að gera.

 
Gerir 155 ml. Tekur 5-10 mínútur
 
Innihald:
  • 50 ml greipaldin safi
  • 75 ml heitt vatn
  • 2 pokar af YOGI Detox tei
  • 30 gr steinlausar döðlur
  • 1 msk hörfræjaolía
  • 5 stór, fersk myntulauf
Aðferð:
  1. Sjóðið vatnið og látið tepokana liggja í 5 mínútur
  2. Takið tepokana úr og látið teið kólna
  3. Setjið nú allt í blandara og blandið vel
  4. Geymið í lokuðu íláti í kæli