Sæt chai hnetumjólk

11 Oct 2017

Mjólk sem geymist í 3-4 daga í kæli.

 
Gerir 500 ml. Tekur 10 mín (+hnetur í bleyti yfir nótt)
 
Innihald
  • 100 gr heslihnetur
  • 500 ml heitt vatn
  • 4 pokar af YOGI sweet chai tei
  • 40 gr steinlausar döðlur
Aðferð
  1. Leggið heslihnetur í bleyti yfir nótt, sigtið svo og skolið hneturnar vel
  2. Sjóðið 500 ml af vatni og látið teið liggja í 5 mínútur
  3. Takið tepokana úr og leyfið teinu að kólna
  4. Setjið hnetur, döðlur og te í blandara og blandið á mesta hraða í um mínútu (fer eftir því hver kraftmikill blandarinn er)
  5. Síið nú blönduna í gegn um síupoka eða hreinan klút
  6. Hellið á flösku eða í krukku og geymið í ísskáp