Matcha spergilkálssúpa

16 Oct 2017

Spergilkálssúpa með Matcha tei. Holl og góð súpa.

 
Hráefni
 • 1 heilt spergilskálshöfuð
 • 1 hvítlauksrif
 • 250 ml grænmetissoð
 • Salt og pipar að smekk
 • 1/2 tsk Bloom Matcha duft
 • Kókosolía til steikingar
Aðferð
 1. Hitið kókosolíuna á pönnu. Notið miðlungs hita.
 2. Skerið spergilkálið í bita og steikið í olíunni þar til það er orðið uþb hálf eldað. 
 3. Setjið þá kramið hvítlauksrif á pönnuna og haldið áfram að steikja.
 4. Þegar spergilkálið er orðið alveg eldað í gegn, skellið því þá í blandara eða matvinnsluvél, með soðinu, Bloom matcha duftinu, salti og pipar.
 5. Blandið þar til mjúkt og laust við kekki.
 6. Skreytið með ferskum kryddjurtum að vild.