Yogi Sweet chili og mangó salatdressing

28 May 2018

Þessi er æðisleg á sumarleg salöt. Geymist í kæli í 3 daga.

Innihald:
  • 2 pokar Yogi Sweet Chili te
  • 75 ml soðið vatn
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 stk vel þroskað mangó
  • smá þurrkað chiliduft frá Sonnentor (eftir smekk)
Aðferð:
  1. Látið tepokana liggja í vatninu í 2 klst.
  2. Taktu tepokana úr, settu vatnið í blandara ásamt mangó, olíu og chili og blandaðu þar til kekkjalaust.
 
Smakkaðu til og bættu meira chili út í eftir smekk.