Vegan karamellustangir

27 Jun 2018

Þessi guðdómlega uppskrift kemur frá henni Önnu Guðnýju hjá Heilsa og Vellíðan. Konfekt sem er í senn fáránlega gott og nærandi! Við biðjum ekki um meira. Við mælum með að lesa alla uppskriftina áður en hafist er handa.

Súkkulaðihjúpur

  • 100 ml kókosolía
  • 50 ml kakósmjör
  • 1,5 dl hrákakó
  • 70 ml hlynsýróp
  • 2 msk kókosþykkni (þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós)
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Bræddu saman kókosolíu og kakósmjör
  2. Hrærðu svo öllu vel saman og láttu standa á meðan þú gerir karamelluna
  3. Settu svo smá súkkulaðihjúp í botninn á konfektforminu og stingdu því í frystinn á meðan þú gerir karamelluna

Karamellan

  • 150 gr döðlur (lagðar í bleyti ef þær eru harðar)
  • 4 msk hnetusmjör frá
  • 6 msk kókosþykkni (þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós)
  • 1/4 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Skelltu öllu í matvinnsluvél og láttu hana vinna þangað til blandan er silkimjúk
  2. Settu karamellu í formin og hjúpaðu með súkkulaði
  3. Settu formið aftur í frysti
  4. Geymdu í frysti og taktu út stuttu áður en þú ætlar að fá þér eða bera fram.