Hreyfðu þig!

28 Aug 2018

Nú er komið að því! Nú förum við út og hreyfum okkur. Og ef við komumst ekki út þá hreyfum við okkur heima. Mörg okkar eru þannig gerð að við ætlum að byrja á líkamsræktinni um næstu mánaðamót, næsta haust, eftir áramót eða bara á morgun. Nú leggjum við fögur fyrirheit að baki okkur og byrjum strax í dag!

Þegar við erum byrjuð í líkamsræktinni, hvort sem það er að fara út að ganga eða púla í cross-fit, þá getur verið skynsamlegt að kíkja í Heilsuhúsið og skoða úrvalið af vörum sem henta með hreyfingunni. Hér til hliðar eru nokkur dæmi.

NUUN
Fyrir þá sem taka á því – en líka fyrir hina. Nuun eru frábærar, bragðgóðar freyðitöflur, fullar af steinefnum og söltum til að tryggja gott vökvajafnvægi og koma í veg fyrir ofþornun. Nuun stuðlar að auknu úthaldi og betri virkni vöðva. Nuun er þannig fullkomið eftir púlið - en er líka sniðugt fyrir flugið og ferðalagið.
Verð: 989 kr.

INCREDIWEAR
Hlífarnar frá Incrediwear eru einstaklega þægilegar og úr efni sem stuðlar að auknu blóðflæði. Hlífarnar hjálpa við að minnka álag og þreytu ásamt því að flýta endurbata eftir mikla áreynslu. Margir finna aðeins til við hreyfingu og því getur verið snjallt að prófa hlíf frá Incrediwear. Fást á ökkla, hné, úlnliði, kálfa og fleira. Kíktu á úrvalið hjá okkur.


 


SOLARAY BIOCITRATE MAGNESIUM OG ASTAXANTHIN

Magnesíum er nauðsynlegt fyrir eðlilega vöðvaslökun og heilbrigt taugakerfi. Virkar gegn vöðvakrömpum, fótaóeirð, sinadráttum, svefntruflunum og fleira. Kemur í auðupptakanlegum hylkjum. 
Verð 2.044 kr. 
Astaxanthin styrkir ónæmiskerfið, eflir orkubúskapinn, verndar og styrkir liðina, eykur þol og styrk við æfingar og dregur úr harðsperrum. 
Verð 4.616 kr.

 


PULSIN PRÓTEIN

Ef þú vilt bæta við prótein inntöku eru Pulsin próteinin frábær kostur. Fást sem vegan prótein og mysu prótein og ættu því að henta öllum. Ólíkar gerðir, bragðtegundir og pakkastærðir í boði.

 


MOSO FÝLUPOKINN

Moso er náttúrulegur lyktareyðir sem dregur í sig alla ólykt og raka, og koma þannig einnig í veg fyrir myglusveppamyndun. 50 gr pokarnir eru tveir saman. Þeir henta vel t.d. fyrir skó og í íþróttatöskuna.
Verð 2.713 kr.

 

QWETCH BRÚSAR
Flottir og notadrjúgir brúsar í ræktina. Halda köldu í allt að 12 tíma þannig að þú getur alltaf teygt þig í kaldan sopa í púlinu. Koma í mörgum útgáfum og ólíkum stærðum.
Verð frá 2.929 kr.