Bakað regnbogagrænmeti með kjúklingabaunum og fræjum

08 Mar 2021

Hollt og girnilegt ofnbakað grænmeti með kjúklingabaunum.

Hráefni í uppskriftina:

 • 1 Kallo Organic Garlic and Herb stock
 • 3 matskeiðar olía
 • 2 litlir rauðlaukar, skornir gróflega
 • 1/2 hunangshnetugrasker (butternut squash) ca. 500g, skorið í 1cm. teninga, fræin geymd
 • 4 rauðrófur ca. 400g, þrifnar og skornar í 1cm teninga
 • 2 kúrbítar, skornir í þykkar sneiðar
 • 400g dós kjúklingabaunir (safi síaður frá)
 • 2 hvítlauksrif, skorin fínt
 • 200g spínat, skolað

Aðferð:

 1. Forhitið ofn í 180 gráður.
 2. Blandið Kallo hvítlauks-og jurtakraftinum, olíunni og svörtum pipar saman með því að nota bakhlið á teskeið svo að úr verði þykk blanda. Veltið öllum innihaldsefninum sem eftir eru fyrir utan spínatið saman við blönduna, setjið smjörpappír á ofnplötu (eina eða tvær ofnplötur eftir þörf) og dreifið blöndunni jafnt yfir.
 3. Blandið því sem eftir er af olíunni saman við hunangshnetugraskersfræjunum sem haldið var til hliðar og dreifið þeim jafnt yfir aðra bökunarplötu með smjörpappir. Geymið.
 4. Bakið grænmetis-og kjúklingabaunablönduna í ofninum í 40-45 mínútur eða þangað allt er steikt í gegn og orðið gullið að lit.
 5. Setjið hunangshnetugraskersfræjunum inní ofninn þegar 25 mínútur eru eftir af eldunartíma blöndunnar og bakið þau þangað til þau eru orðin gullin að lit og stökk.
 6. Þegar sirka 3 mínútur eru eftir af eldunartíma grænmetisins í ofninum, bætið þá spínatinu við og látið það bakast með blöndunni síðustu minúturnar í ofninum.

Berið grænmetis-og kjúklingabaunaréttinn fram með hunangshnetugraskersfræjunum og brauði ef vill.