Terranova vegan bætiefni og hvað þau standa fyrir

10 Jan 2022

Terranova var stofnað árið 2008 af Stephen Terrass sem hefur áralanga reynslu í bætiefnum með áherslu á næringu og virkni jurtanna. Vörurnar eru framleiddar í Bretlandi og er Terranova eitt af fáum stórum bætiefna fyrirtækjum sem notar ekki fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni í framleiðslu á sínum vörum ásamt því að vera 100% vegan. 

Vörurnar eru vísindalega þróaðar ásamt heildrænni nálgun sem miðar að því að styrkja bæði líkama og sál. Hugmyndafræði Terranova felur í sér alhliða næringu, djúpa heilun og vellíðan með því að nýta krafta náttúrunnar í innihaldsefni varanna ásamt því að sleppa öllum aukaefnum í framleiðsluna til þess að hafa vörurnar eins hreinar og hægt er.

Mikið af innihaldsefnunum sem Terranova nýtir í sína framleðslu eru ýmist lífrænt ræktuð eða safnað á sjálfbæran hátt með virðingu fyrir náttúrunni. Helsti birgir þeirra fyrir innihaldsefni er 90 hektara lífrænt ræktunarland í Bandaríkjunum sem er umkringt villtri náttúru. Innihaldsefnum er einnig safnað þegar virkni hverrar jurtar er í hámarki.  Hver einasta vara inniheldur svokallaða “Magnifood” blöndu sem er að miklu leyti samsett úr ferskum frostþurrkuðum jurtum og er blöndunni meðal annars ætlað að auka upptöku og nýtingu bætiefnanna í líkamanum. Markmið Terranova er því að vörurnar þeira stuðli að samhljóm í líkamanum þar sem innihaldsefnin styðja hvort við annað til þess að ná hámarks árangri. Annar kostur við Terra Nova bætiefnin er að það má taka hylkin í sundur og setja innihaldið í vatn eða aðra drykki ef erfitt er að gleypa hylkin.

Höfundur: Alma Katrín Einarsdóttir, starfsmaður Heilsuhússins í Lágmúla