Íslensk hollusta Söl 40 gr.

Íslensk hollusta

Vörunúmer : 10147262

Söl eru náttúrulegt, afar hollt hráefni úr hafinu. Þau eru mjög rík af próteini, járni, flúor, A vítamíni, B6 og B12 vítamínum, kalíum, fosfór og joði, sem er nauðsynlegt fyrir starfsemi skjaldkirtilsins. Þau innihalda einnig sykur, sterkju, aminosýrur, E og C vítamín, köfnunarefni, ger, bróm, magnesíum, brennistein, kalsíum, sóda, radíum, rúbidíum, mangan, títan og snefilefni.


1.299 kr
Fjöldi

Söl, Palmaria palmata Gegn um aldirnar nýttu Íslendingar nokkrar tegundir af þara til átu. Neyslan var mest bundin við hallæri og hungursneyð. Tvær tegundir voru þó nýttar utan hallæris, söl og fjörugrös. Aðeins neysla á sölvum hefur haldist fram á okkar tíma. Söl voru mikið nýtt hér á landi áður fyrr og eru einnig alþjóðlega þekkt neysluvara.

Áður fyrr voru söl soðin í nýmjólk eða mjólkurblandi og þóttu því betri þeim mun lengur sem þau voru látin sjóða. Í V-Skaftafellssýslu voru söl soðin í mjólk með rófum. Grautur var víða gerður úr sölum, oftast með bankabyggi. Í graut með haframjöli var haft jafnmikið af hvoru, haframjöli og sölum. Söl sem höfð voru í grauta, voru öll söxuð. Sölvakökur voru gerðar úr rúgmjöli ogsölum. En algengara var þó að hafa söl til mjöldrýginda í brauð en í kökur.

Þegar söl voru höfð í brauð og kökur, voru þau soðin í vatni og síðan söxuð smátt og þannig hnoðað saman við mjölið. Nota mátti meira en helming af sölum 5 mjöl/5,5 söl.

Góð í súpur, pastarétti og pottrétti.
Setjið 1 – 2 msk í brauðdeigið.
Setjið 2 – 3 matskeiðar af sölum á pönnu örstutta stund eða þar til bitarnir eru stökkir.
Stráið yfir pasta, súpur, pizzu og salat.
Söl er hægt að borða eins og sælgæti.

Aðrir hafa einnig keypt

Vinsælar vörur

Nýjar vörur