Chai þeytingur

28 Dec 2015

Flauelsmjúkur og dásamlega bragðgóður og hollur. 

Uppskrift fyrir tvo: 

  • 1/2 bolli kasjú hnetur sem legið hafa í bleyti yfir nótt
  • 1 bolli chai te
  • 1/4 bolli möndlumjólk
  • 1/2 banani, frosinn og/eða fjórir ísmolar
  • 2 stk döðlur
  • vanillustöng - skorin langsum eða vanilla extract
  • 1 tsk lucuma og mesquite duft ( má sleppa)
  • klípa af sjávarsalti
  • kanill til að sáldra yfir til skreytingar

Aðferð: 

Setjið kasjú henturnar, döðlurnar, te-ið og möndlumjólkina í blandarann og látið vinnast vel saman í  nokkrar mínútur.  Þegar kasjú henturnar og möndlurnar eru alveg uppleystar í blöndunni er restinni af innihaldinu bætt út í blandarann og látið vinnast þar til drykkurinn er flauelsmjúkur og rjómakenndur. 

Njótið!