Fróðleikur

Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.

Vissir þú að collagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans sem byggir bæði upp bandvef og húð? Collagen er jafnframt algengasta próteinið í líkama okkar en það er að finna í öllum liðum, vöðvum og beinum.

Collagen er stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Inntaka collagens byggir því ekki aðeins upp sterkari bein og liði heldur stuðlar það að unglegra útliti, ljómandi húð, hári og nöglum.

Collagen skin er ný vara fyrir glóandi húð frá ICEHERBS.

Dr. Erla Björnsdóttir klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum leggur áherslu á góðar svefnvenjur. Hér eru nokkur góð ráð frá Erlu.

Tíu svefnráð frá Erlu Björnsdóttur,doktor í líf- og læknavísindum og sálfræðingur.

Það má segja að kollagen (collagen) hafi verið mest rædda efni snyrtivörubransans. Kannski engin furða miðað við hverju er lofað þegar vörur sem innihalda kollagen eru auglýstar. Í Heilsuhúsinu fást margar mismunandi tegundir kollagens til inntöku. En hvað er kollagen? Er þetta náttúrulegt efni eða framleitt á rannsóknarstofu? Er það bara fyrir húðina?

Hefur þú ekki tekið eftir því að jackfruit hefur verið að skjóta upp kollinum á matarbloggum, street food stöðum og veitingahúsum undanfarið? Jackfruit birtist fyrst á Pinterest á lista yfir heitustu matartrendin árið 2017 og hefur haldið áfram að búa til eftirspurn enda er hægt að nota jackfruit í fjölda matrétta þar sem áferð þess minnir mjög á áferð kjöts.

En hvað er það, hvers vegna það er vinsælt og hvernig á að nota það?

Heilsuhúsið hefur hafið sölu á umbúðalausri matvöru og geta viðskiptavinir Heilsuhússins í Kringlunni nú keypt þurrvöru og sett beint í eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir.  

Heilsuhúsið hefur hafið sölu á umbúðalausri matvöru en fjölmargir viðskipavinir hafa óskað eftir að geta keypt þurrvöru og sett beint í eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir.  

Sýklalyf eru tvíeggja sverð. Við megum vera afskaplega þakklát fyrir að þau eru til því að þau geta bjargað mannslífum. Á hinn bóginn eru þau afleit fyrir þarmaflóruna okkar því þau drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka þær góðu sem eru okkur svo mikilvægar. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að hlúa vel að þarmaflórunni á meðan inntaka sýklalyfja gengur yfir og eftir hana.

Verslanir Heilsuhússins eru tvær talsins ásamt netversluninni. Tvær eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Kynntu þér nánari staðsetningar, opnunartíma, símanúmer og netföng allra verslana Heilsuhússins hér að neðan.

Icelandic herbal salves línan er framleidd af Margréti Sigurðardóttur sem lærði grasalækningar í Danmörku.  Öll línan er með lífrænum olíum. íslenskum jurtum,erlendum jurtum og paraben frí.  Hægt er að fá margskonar smyrsl gegn húðvandamálum s.s. exem og psoriasis en einnig líkamskrem, dag og næturkrem auk fleiri tegunda.  Þess má geta að allar vörurnar eru í glerkrukkum.

Ketó er á allra vörum þessi misserin. Margir búnir að prófa, aðrir að spá í að prófa, sumir með, aðrir á móti. Hver sem skoðun okkar er á ketó mataræðinu er ljóst að það er mikil breyting fyrir flesta og ýmislegt sem þarf að huga að áður en hafist er handa.

Túrmerik hefur fyrir löngu sannað sig sem mjög öflug lækningajurt. Túrmerik hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár og er til að mynda uppistaðan í karrýi. Það hefur einnig verið notað sem litarefni í Suðaustur Asíu í mörg hundruð ár og þá hefur jurtin að sjálfsögðu verið notuð sem lækningajurt í Asíu enn lengur.

Rakel Garðarsdóttir er forsvarsmaður Vakandi, sem eru samtök sem vilja sporna gegn sóun matvæla. Heilsufréttir langaði að forvitnast um þetta þarfa málefni og náði tali af Rakel.

Heilsubótarjurtin Andrographis hefur öldum sama verið notuð til lækninga víða í Asíu. Nú höfum við Íslendingar áttað okkur á eiginleikum hennar, hvernig hún getur styrkt ónæmiskerfið og hjálpað okkur í kuldanum í vetur.

Að plokka er tiltölulega nýtt fyrirbæri á landinu en í vor og seinni hluta vetrar hefur þessi iðja heldur betur vakið athygli. Fjölmargir hafa látið til sín taka við plokkið og fremstur á meðal jafningja er kannski Einar Bárðarson. Við fylgdumst með honum við plokkið og náðum að kasta fram nokkrum spurningum.

Æterna Gold Collagen drykkur frá Higher Nature er hágæða vatnsrofið fiskikollagen ásamt hyaluronicsýru og C-vítamíni. Veitir húðinni fallegra yfirbragð, aukinn ljóma og minnkar línur.

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem kemur víða við sögu í líkamanum. Það skiptir sköpum fyrir bæði vöðva og taugaslökun. Beinin þurfa nægilegt magn til að myndast og starfa rétt. Magnesíum er einnig nauðsynlegt fyrir hjarta og æðakerfi, alla orkuvinnslu í líkamanum og blóðsykursjafnvægi. Það er samverkandi þáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum svo það liggur ljóst fyrir að líkaminn getur ekki án magnesíums verið og því mikilvægt að fá nóg á hverjum degi.(1)

Húðin er stærsta líffærið og það mæðir mikið á henni. Hún ver okkur fyrir hita og kulda og er mikilvæg sýklavörn. Þá er hún mikilvæg fyrir hitastjórnun líkamans og vökvajafnvægi. Við skynjum umhverfi okkar að miklu leyti með húðinni og hún getur framleitt D-vítamín.