Smá munaður – mikið bragð.
Krydd hefur verið eftirsóttur lúxus munaður í gegnum aldirnar. En krydd er ekki bara krydd því mikill gæðamunur getur verið á kryddi. Afburða góð, lífrænt ræktuð krydd fást nú í ótrúlega miklu úrvali og í ýmsum ómótstæðilegum blöndum sem gera matinn svo miklu betri.
Ekki eyðileggja gott hráefni með lélegu kryddi – lífið er einfaldlega of stutt.
Fjölmargar tegundir eru til að baunum og linsubaunum. Gott er að vita hvernig á að meðhöndla baunirnar og sumar þarf að leggja í bleyti nokkrum klukkustundum áður en þær eru soðnar. Í hvaða rétti getum við notað ýmsar tegundir bauna? Hér eru góðar upplýsingar um meðhöndlun bauna.
Rauðrófur eru vinsælasta grænmetið í bænum vegna eiginleika sinna um þessar mundir. Þessar dökku rætur eru pakkaðar af ávinningi fyrir heilsuna og fegurðina svo að þau eiga fullan rétt á heitinu ofurfæða. Rauðrófur hafa verið viðfangsefni margra rannsókna sem styðja við hversu góð áhrif þær hafa á heilsuna. Solaray er nú komið með malaðar rauðrófur í hylkjum. Það auðveldar okkur að koma þessari súperfæðu í líkamann. Eitt hylki þrisvar á dag og líkaminn er í góðum málum!
Svarið býr í náttúrunni eru kjörorð okkar hjá Heilsuhúsinu og við efumst ekki um að í náttúrunni er að finna óþrjótandi uppsprettu sem getur verið okkur til heilsubótar og vellíðunnar ef rétt er með farið. Í gegnum tíðina höfum við mörg hver fjarlægst þau svör og þær lausnir sem búa í náttúrunni og í dag eru heilsubætandi jurtir, náttúrulyf og bætiefni mörgum framandi heimur.
Þess vegna langar okkur til þess að kynna agnarlítið brot af allri þeirri dásemd sem býr í náttúrunni og hvað þetta getur gert fyrir heilsu okkar og líðan. Við hvetjum þig líka til þess að kíkja til okkar í Heilsuhúsið, spyrja og spjalla um hvað náttúran hefur að færa þér, því við erum hér fyrir þig og þína heilsu.
Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á kynhvötina, þessa frumhvöt mannskepnunnar. Streita og álag hins daglega lífs, ýmsir sjúkdómar og ójafnvægi eru allt áhrifavaldar sem geta haft neikvæð áhrif á kynhvötina hjá okkur.
Þó er „náttúrulega“ ýmislegt hægt að prófa, meðal annars hin og þessi bætiefni og jurtir sem fást í Heilsuhúsinu og sem hafa gagnast mörgum í þessum tilgangi.
Lavenderolía er til margra hluta nytsamleg. Hér eru nokkrar aðferðir til þess að nýta hana fyrir bæði heimilið og þig.
Fyrir húsverkin
Fyrir hreinan og ilmandi þvott er tilvalið að setja eina teskeið af Lavenderolíu út í hálfan líter af ediki og hrista duglega. Gætið þess að merkja flöskuna og að þetta er aðeins ætlað til þvottar. Edikið er afar gott hreinsiefni, sótthreinsandi og frískandi að auki. Lavenderolían gefur þvottinum góðan ilm og veitir vörn gegn bakteríum og sveppamyndun. Til þess að þrífa gólfin og fá góða angan má bæta þessari blöndu í vatn og renna yfir gólfin. Það eru þrif sem eru bæði góð fyrir heimilið sem og umhverfið. Það gerist ekki betra.
Stundum förum við í hring og endum á upphafsreit. Þannig er það með spelt. Hjólið hefur ekkert breytst í tímans rás og bragðgott og næringarríkt speltið, ein frum korntegunda, sem ræktuð var fyrir allt að 5000 árum en féll næstum í algera gleymsku, finnur aukinn hljómgrunn hjá nútíma neytendum. Spelt hefur mildan hnetukeim í bragðinu.
Bílveiki er ein tegund svokallaðra ferðaveiki, sem fólk getur fundið fyrir þegar þðferðast hvort sem er með bíl, skipi, flugvél eða fundið fyrir í tívolítæki. Í vægum tilfellum birtist hún sem órói og höfuðverkur en í alvarlegri tilfellum sem ógleði, uppköst, með óeðlilegri svitamyndun, munnvatnsrennsli eða í formi svima, kvíða og fölva.
Með klínískum rannsóknum hefur verið rennt stoðum undir að jurtin Rhodiola Rosea, sem gengur undir nöfnunum „- gullna rótin" eða „Original Artic Root“, virki ákaflega vel gegn stressi og doða á innan við tveim tímum eftir inntöku, jafnframt hefur hún afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Um þessar mundir er náttúrulyfið
Original Artic Root einhver vinsælasta lækningajurtin í Svíþjóð, og sú umtalaðasta. Hlaut hún verðlaun sem „Heilsuvara ársins“ þar í landi árið 2003, 2004 og 2005. Margir hafa haft á orði að Original
Artic Root sé eitt best geymda leyndarmál jurtheimsins.
