Fróðleikur

Denttabs tannkremstöflurnar eru góðar fyrir umhverfið þar sem þær innihalda ekkert vatn og þær skilja ekki eftir leyfar sem erfitt er að ná úr umbúðunum. Tannkremstúbur sem teljast kláraðar innihalda að meðaltali 11 grömm af afgöngum. Í Þýskalandi þýðir það t.d. að um 440 tonnum af tannkremi er hent á mánuði.

Túrmerik hefur fyrir löngu sannað sig sem mjög öflug lækningajurt. Túrmerik hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár og er til að mynda uppistaðan í karrýi. Það hefur einnig verið notað sem litarefni í Suðaustur Asíu í mörg hundruð ár og þá hefur jurtin að sjálfsögðu verið notuð sem lækningajurt í Asíu enn lengur.

Rakel Garðarsdóttir er forsvarsmaður Vakandi, sem eru samtök sem vilja sporna gegn sóun matvæla. Heilsufréttir langaði að forvitnast um þetta þarfa málefni og náði tali af Rakel.

Heilsubótarjurtin Andrographis hefur öldum sama verið notuð til lækninga víða í Asíu. Nú höfum við Íslendingar áttað okkur á eiginleikum hennar, hvernig hún getur styrkt ónæmiskerfið og hjálpað okkur í kuldanum í vetur.

Ghee á uppruna sinn í Indlandi þar sem það hefur lengi verið órjúfanlegur partur af matargerð og Ayurveda læknishefðinni.

​Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt manninum í gegnum aldirnar og er löng hefð fyrir neyslu á beinaseyði víða um heim. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir hágæða beinaseyði aukist, sérstaklega á Vesturlöndum. Það er einkum heilnæmi beinaseyðisins sem gerir það eftirsóknarvert og hefur löngum verið talið að neysla á því sé styrkjandi fyrir húð, meltingu og liði.

Áður en við förum í sumarfríið er skynsamlegt að fara yfir hvað við ættum að hafa með okkur; bæði til þess að geta notið þess að vera í fríi og til þess að koma í veg fyrir flugna-bit og önnur leiðindi. Hér eru nokkrar vörur sem við mælum með að hafa með sér í fríið. 

Nú fást hinar frábæru vörur frá Madara í Heilsuhúsinu. Madara húðvörurnar eru einstakar í sinni röð því þær ná enn lengra en húðlögin. Þetta eru húðvörur sem hjálpa okkur ekki aðeins að líta betur út; þær láta okkur einnig líða vel.

Að plokka er tiltölulega nýtt fyrirbæri á landinu en í vor og seinni hluta vetrar hefur þessi iðja heldur betur vakið athygli. Fjölmargir hafa látið til sín taka við plokkið og fremstur á meðal jafningja er kannski Einar Bárðarson. Við fylgdumst með honum við plokkið og náðum að kasta fram nokkrum spurningum.

Ljóst er að það þarf nauðsynlega að draga sem mest úr plastnotkun mannsins. Ein leið til þess er að hætta að nota tannbursta úr plasti.

Æterna Gold Collagen drykkur frá Higher Nature er hágæða vatnsrofið fiskikollagen ásamt hyaluronicsýru og C-vítamíni. Veitir húðinni fallegra yfirbragð, aukinn ljóma og minnkar línur.

Regenaring línan frá Dr. Hauschka er fyrir konur í blóma lífsins 40 ára og eldri með þroskaðri húð.

Herralínan frá Benecos hentar herramönnum á öllum aldri. Vörulínan er vegan og inniheldur engin skaðleg ertandi efni. Lífrænar olíur og jurtir eru hér í aðalhlutverki til að næra og mýkja.

Heilsuhúsið er þekkt fyrir að bjóða aðeins hágæða náttúrulegar húð- og snyrtivörur sem næra líkama og sál. Áherslan er á hreinar vörur sem eru betri fyrir húðina. Hér gefur að líta nokkrar vinsælar vörur sem allar eru fáanlegar í verslunum Heilsuhússins og í vefverslun.

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem kemur víða við sögu í líkamanum. Það skiptir sköpum fyrir bæði vöðva og taugaslökun. Beinin þurfa nægilegt magn til að myndast og starfa rétt. Magnesíum er einnig nauðsynlegt fyrir hjarta og æðakerfi, alla orkuvinnslu í líkamanum og blóðsykursjafnvægi. Það er samverkandi þáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum svo það liggur ljóst fyrir að líkaminn getur ekki án magnesíums verið og því mikilvægt að fá nóg á hverjum degi.(1)

Húðin er stærsta líffærið og það mæðir mikið á henni. Hún ver okkur fyrir hita og kulda og er mikilvæg sýklavörn. Þá er hún mikilvæg fyrir hitastjórnun líkamans og vökvajafnvægi. Við skynjum umhverfi okkar að miklu leyti með húðinni og hún getur framleitt D-vítamín.

Kefir er jógúrt kúltúr sem er notaður til að búa til kefir jógúrt úr mjólk. Kefir kúltúrinn er upprunninn einhvers staðar í Kákasusfjöllunum. Enginn veit nákvæmlega hvernig eða hvenær hann varð til en hann er nú einn eftirsóttasti jógúrt kúltúrinn vegna þess hve öflugur hann er og iðandi af vinveittum gerlum.

Sífellt fleiri eru að uppgötva kosti þess að nota ilmolíulampa á heimilinu eða í vinnunni og skapa þannig raunverulega gott andrúmsloft. Nú fást í Heilsuhúsinu ilmolíur og lampar sem henta börnunum okkar. Að setja ilmolíulampann í gang á kvöldin þegar kemur að háttatíma getur breytt miklu, eða á morgnana til að koma litlum kroppum í gang. Kannaðu málið í næsta Heilsuhúsi eða í netverslun.

Ilmkjarnaolíur verða sífellt vinsælli, og æ fleiri hafa uppgötvað einstaka eiginleika þeirra.