Matcha Kókos frappe

16 Oct 2017

Girnilegur og grænn kókos frappe drykkur með Bloom tei.

Uppskrift fyrir 2

Græna lagið

  • 1/3 bolli jurtamjólk að eigin vali
  • 1/2 msk BLOOM matcha duft
  • 1/2 vanillustöng, fræin skröpuð úr
  • Örlítið gæða salt
  • 1 kúfuð msk agavesýróp/ hlynsýróp/kókossykur 
  • Smá nýmalað múskat
  • 1.5 bolli ís, mulinn, hægt að nota „pulse“ á blandara
  1. Setjið öll innihaldsefnin nema ísinn í blandara og og blandið þar til alveg mjúkt og kekkjalaust.

Hvíta lagið

  • 1 bolli kókosmjólk úr dós (gott að þeyta hana aðeins saman)
  1. Deilið græna hlutanum í tvö glös og setjið mulda ísinn útí. Hellið kókosmjólkinni yfir og stráið smá matcha dufti ásamt múskati yfir.