Kókos- og kasjújógúrt

19 Feb 2018

Mjólkurlaus jógúrt er himnasending fyrir þá sem geta eða vilja ekki borða dýramjólkurafurðir. Þessi er algjör næringarbomba og iðandi af vinveittum gerlum til að næra okkar innri flóru.

Innihald:
 • 1 dós Biona kókosmjólk
 • 1 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klst.
 • innihald úr 3 hylkjum af Terranova meltingargerlum
 • 1/2 tsk. möluð chiafræ – gott að mala í kaffikvörn
 • 1/4 tsk. vanilluduft frá Sonnentor
 • 1 tsk. sítrónusafi
 • 1/2 tsk. hlynsíróp
 • 1/4 tsk. gróft salt
Aðferð:
 1. Notaðu hreina glerkrukku. Best er að sótthreinsa hana með því að skola hana með sjóðandi vatni eða setja hana í 100°C heitan ofn í 10 mínútur. Öll áhöld þurfa líka að vera tandurhrein.
 2. Settu kókosmjólk í blandara og láttu hann vinna í smá stund. Helltu nú kókosmjólkinni í hreinu krukkuna og blandaðu innihaldi gerlahylkjanna vandlega saman við. Settu hreinan klút yfir krukkuna og festu með teygju. Leyfðu þessari blöndu að standa við stofuhita yfir nótt.
 3. Leggðu kasjúhnetur í bleyti.
 4. Næsta dag skolar þú kasjúhneturnar og setur þær ásamt sýrðu kókosmjólkinni og restinni af hráefnunum í blandara og blandar þar til silkimjúkt.
 5. Helltu nú blöndunni í nýja, tandurhreina krukku og geymdu í ísskáp. Jógúrtin er tilbúin þegar hún er orðið vel köld.
Geymist í a.m.k. tvær vikur í kæli
 
Gott að bera fram með berjum, granóla, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum eða bara hverju sem hugurinn girnist.
 
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.