Koko kókosdrykkirnir hafa um árabil verið í uppáhaldi þeirra sem drekka ekki mjólk en vilja eitthvað í staðinn. Koko er mild en bragðgóð og er frábær á morgunkornið, í þeytinginn, út í kaffið eða ísköld með súkkulaðikökunni. Hægt að nota í matargerð og bakstur með góðum árangri.