Vegan húðvörur

25 Jan 2022
Húð- og snyrtivörur sem eru vegan innihalda engar dýraafurðir eða innihaldsefni sem eru gerð úr dýrum eða dýraafurðum. Hafa skal í huga að cruelty free vörur eru ekki alltaf vegan þar sem cruelty free þýðir að varan sé ekki prófuð á dýrum en varan sjálf getur samt innihaldið dýraafurðir. 
En hvernig er hægt að vita að varan sé 100% vegan? 
Flestar vörur sem eru vegan bera merki um Vegan vottun á pakkningunum eða eitthvað sem segir til um að þessi vara sé vegan. Hins vegar getur verið að varan sé vegan þó það sé ekki vottun á pakkningunum en þá er gott að vita hvaða innihaldsefni í húð- og snyrtivörum eru ekki vegan. Sum af þessum innihaldsefnum er þó hægt að finna vegan útgáfu af og er því gott að kynna sér úr hverju innihaldsefnið er gert. Við höfum tekið saman lista yfir 16 helstu innihaldsefni í snyrti- og húðvörum sem eru úr dýraafurðum gjarnan og dæmi um hvaða vegan valkosti er hægt að nota í staðinn. Einnig getur verið mismunandi hvernig þessi innihaldsefni eru skráð á innihaldslista snyrtivara og látum við því fylgja með önnur heiti yfir innihaldsefnin í sviga fyrir aftan.
 
Helstu innihaldsefnin eru:
  • Býflugnavax (Cera Alba/Cera Flava)
    - Vegan staðgenglar: Plöntu- og soja vax ens og t.d. Candelilla vax.
  • Lanolin (Wool Yolk, Wool Grease, Wool Wax)
    - Vegan staðgenglar: Kókosolía eða ólífuolía
  • Shellac (Goma Laca/Lac)
    - Vegan staðgengill: Zein, finnst í maís.
  • Glycerin (1,2,3-propanetriol, Glicerol, Glycerine, Glyceryl Alcohol)
    - Vegan staðgenglar: Soja eða kókoshnetur.
  • Retinol (Retin-A, Retinyl Palmitate, Adapalene, Isotretinoin, Tazarotene)
    - Vegan staðgenglar: Graskersfræja- eða hampfræjaolía, báðar háar í A-vítamíni sem Retinol er líka.
  • Carmein (Carmine, CI 75740, E120, Carminic Acid, Cocineal, Crimson Lake)
    - Vegan staðgenglar: Rauðrófur ásamt öðrum plöntum sem eru ríkar í “Anthocyanins” sem veita rauðan, bláan eða fjólubláan lit.
  • Casein
    - Vegan staðgengill: Extract úr mjólkurþistil (Thistle Extract)
  • Squalene
    - Vegan staðgenglar: Ólífuolía eða hveitikímsolía
  • Guanine (Merlmaid AA)
    - Vegan staðgenglar: Steinefni sem heitir “Mica”, efni gert úr sellúlósa sem heitir “Rayon” og “Legumes” sem er flokkur af grænmeti sem inniheldur meðal annars baunir.  
  • Oleic acid (Oleate)
    - Vegan staðgenglar: Kókoshnetur, Ólífur, Hnetur
  • Steraic acid (Octadecanoic Acid, E570, Anti-Caking Agent)
    - Vegan staðgengill: Kókoshnetur
  • Silk powder (Silk Peptides, Silk Protein, Silk Amino Acids)
    - Vegan staðgengill: Örvarrótar duft
  • Collagen
    - Vegan staðgengill: Erfitt er að finna vegan kollagen enn sem komið er en ýmis innihaldsefni geta aukið náttúrúlegu kollagen framleiðslu húðarinnar, svo sem peptíð (peptides/polypeptides) sem eru amínósýrur sem búa til ákveðin prótein sem húðin þarfnast og geta hjálpað húðinni að framleiða meira kollagen
  • Keratin (Humectant)
    - Vegan staðgenglar: Amínósýrur sem finnast í hnetum og berjaolíum svo sem Möndluolíu, Avocado olíu og Hafþyrnisolíu
  • Lactic acid (2-Hydroxypopanoic Acid)
    - Vegan staðgengill: Hægt er að búa til Lactic Acid með því að gerja plöntur
  • Elastin
    - Vegan staðgenglar: Hýalúronic sýra, MSM
 
Þó að þessi innihaldsefni bjóði upp á margvíslega góða virkni fyrir okkur mannfólkið þá er hægt gjarnan hægt að finna innihaldsefni úr plönturíkinu sem bjóða einnig upp á góða virkni fyrir okkur og er því vert að kynna sér.
 
Skoðaðu vegan húðvörur í netverslun Heilsuhússins hér
 
Höfundur: Alma Katrín Einarsdóttir, starfsmaður Heilsuhússins í Lágmúla
 
Heimildir: 


Myndir: Mádara