Í Vallanesi fer fram lífræn ræktun á korni og grænmeti, fullvinnsla og framleiðsla tilbúinna matvæla sem grundvallast á hráefni sem ræktað er á staðnum. Einnig er umfangsmikil skógrækt en á jörðinni hefur verið plantað fjölda trjáa og skjólbelta. Markmið framleiðslunnar er að rækta og nýta hráefni úr nánasta umhverfi staðarins, þróa bragð og rétti sem grundvallast á hráefnum úr jurtaríkinu.  Móðir Jörð er samnefnari fyrir hollustu og sælkeralínu sem byggð er á íslensku korni, grænmeti og jurtum.

Allar okkar vörurnar bera Evrópulaufið, alþjóðlegt vottunarmerki um lífræna ræktun og framleiðslu.